Markaðurinn
Námskeið – Súrkálsgerð
Það er margt hægt að gera til að bæta heilsuna. Eins og flestir hafa heyrt er góð melting og heilbrigð þarmaflóra okkur afar mikilvæg. En hvað getum við gert sjálf til að bæta hana?Á þessu námskeiði leiða saman hesta sína Birna G. Ásbjörnsdóttir, einn helsti sérfræðingur landsins í þarmaflórunni og súrkálsdrottningin Dagný Hermannsdóttir.
Áhersla er lögð á að skoða áhrif örveruflóru þarmanna á heilsu. Farið er yfir hvernig mataræði og mjólkursýrugerlar geta haft jákvæð áhrif á heilsu. Einnig skoðað hvað getur raskað örveruflóru meltingarvegar og hvaða er til ráða. Rýnt verður í nýjustu rannsóknir á mjólkursýrugerlum og súrkáli í tengslum við heilsu.Praktískt, skemmtilegt, fræðilegt, og bragðgott námskeið.
Á námskeiðinu er fjallað um
- Þarmaflóruna og meltingarveginn.
- Áhrif þarmaflóru á heilsu.
- Hvað mjólkursýrugerlar geta gert fyrir okkur.
- Hvað vísindin segja um súrkál og mjólkursýrugerla.
- Súrkálsgerð.Að njóta þess að borða súrkál og annað gerjað grænmeti.
Ávinningur þinn
- Lærir að gera þitt eigið súrkál.
- Færð að smakka fjöldann allan af ljúffengum gerðum af súrkáli.
- Fræðist um mikilvægi þarmaflórunnar.
- Öðlast innsýn í hlutverk mjólkursýrugerla í þessu samhengi.
HVAR OG HVENÆR
DAGSETNING | KENNT | FRÁ | TIL | STAÐSETNING |
---|---|---|---|---|
21.11.2023 | þri. | 19:00 | 22:00 | Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7 |
23.11.2023 | fim. | 19:00 | 22:00 | Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7 |
Hefst 21. nóv. kl: 19:00
- Lengd: 6 klukkustundir
- Kennarar: Birna G. Ásbjörnsdóttir og Dagný Hermannsdóttir
- Staðsetning: Endurmenntun HÍ, Dunhaga 7
- Fullt verð: 43.900 kr.-
- Verð til aðila IÐUNNAR: 10.900 kr.-
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Opnuðu 18 L kampavínsflösku í fyrsta sinn á Íslandi – Nýir eigendur Kampavínsfjelagsins
-
Keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana – Sjáið úrslitin hér
-
Veitingarýni1 dagur síðan
Dýrindis jólahlaðborð á veitingastaðnum Sunnu á Sigló – Veitingarýni
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Beittir hnífar: Svartur föstudagur – Viku tilboð
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Áramótabomba Churchill
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Myndir: Krónan á Bíldshöfða opnar á ný eftir gagngerar endurbætur – Ný tæknilausn tekin í notkun
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jólagjafir í úrvali fyrir fagmenn og ástríðukokka
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Svartir dagar í Progastro