Viðtöl, örfréttir & frumraun
Námsferð til Svíþjóðar – Seinni hluti
Mætt í morgunmat og þar sá ég svolítið sem vakti undrun mína, en það var hvernig Krister hefur leyst málið með heita matinn í hlaðborðinu. Hann hefur sett inn 4 hellna eldavél sem felld inn í innréttinguna og er heiti maturinn í stálpottum með loki sem eru á hellunum, maturinn aldrei kaldur, og meira segja hjá fyrirliða hjá sænska kokkalandsliðinu er boðið upp á Hafragraut, enginn tepruskapur á þeim bænum.
Námskeiðið var allan daginn með matrarhléum og daginn eftir til kl 16°° og voru allir sammála um að þetta námskeið hafi skilið mikið eftir sig og vel þess virði fyrir bæði landsliðsmenn sem og dómara að sækja sér fróðleik sem byggir á að keppendur viti hvernig dæmt er og út frá hvaða forsendum.
Viðurgjörningur var í alla staði til fyrirmynda, góður sænskur matur og gæti ég alveg sæst á að vera þarna í föstu fæði.
Hótelið kvatt (www.hallnas.se) og leigari tekinn út á flgvöll (www.landvetter.lfv.se) en við Brynjar áttum flug til Kaupmannahafnar en Alli, Raggi og Bjarni áttu flug til Osló og ætluði að testa Bagatelle um kvöldið.
Flugið til Köben var upp 1 djús og niður og þá vorum við lentir á Kastrup (www.kastrup.dk) inn í flgstöðina, þá var komið hádegi og vorum við Brynjar sammála að fara aftur á Hereford Beefstouw (www.cph.dk) og panta Hakkabuff með kryddsmjöri og bakaðri kartöflu og ég hugsaði upphátt hvernig stendur á því að 2 matreiðslumeistarar fá sér að borða í tvígang á 5 dögum sama réttinn hakkabuff og á ég að segja ykkur ástæðuna, í fyrsta lagi enginn staður virðist bjóða upp á slíkt á Íslandi, í öðru lagi ef staður býður upp á þá er búið að menga hakkið með ábata og guð veit hversu mikið og í þriðja lagi er óvirðing gagnvart ódýru hráefni.
Meira segja helgina áður en við fórum út keypti ég hamborgara í Melabúðinni og viti menn þeir suðu á pönnunni, mikil vonbrigði. Ekki klikkuðu buffin á Hereford og löbbuðu tveir brosmildir íslendingar út af staðnum og út í vél Icelandair (www.icelandair.is) sem flutti okkur heim til Ísland og lent 3 tímum seinna á Keflavíkurflugvelli (www.airport.is), alltaf er gaman að koma heim, brunað í gegnum tollinn og út í rútu og brunað í bæinn niður á bísann (www.bsi.is) og inn á veitingastaðinn presturinn ekki við fékk mér saltkjötsragout og var það bara ágætt þegar var búið að tína broccolíð og blómkálið í burtu , hef myndað mér þann vana að enda ferðalög mín hjá snæðinginum.
Sjá einnig:
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann