Markaðurinn
Námið í matvælagreinum við MK – Hlaðvarp
17. janúar 1997 var hátíðisdagur í Menntaskólanum í Kópavogi. Þann dag var formlega tekin í notkun verknámsálma sem hýsti nám í matvælagreinum.
Gestur hlaðvarpsins er Baldur Sæmundsson sem vart þarf að kynna, en hann er með meistararéttindi í mat- og framreiðslu og gríðarlega reynslu á báðum sviðum. Baldur hefur starfað sem kennari við MK um árabil.
Baldri er tíðrætt um þau tækifæri sem ungt fólk fær í náminu bæði hvað varðar keppnir og að skapa sér bæði nafn og starfsferil sem fagfólk í sinni grein. Hann er hér í fræðandi og skemmtilegu spjalli um námið í MK og þær breytingar sem hafa orðið í áranna rás.
Hér er á ferðinni fjórði þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættirnir fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt4 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Nýr vettvangur fyrir brauð-sérfræðinga: Heimsmeistaramót brauð-sommelier í fyrsta sinn
-
Markaðurinn1 dagur síðan
90 cm gaseldavél til sölu