Markaðurinn
Námið í matvælagreinum við MK – Hlaðvarp
17. janúar 1997 var hátíðisdagur í Menntaskólanum í Kópavogi. Þann dag var formlega tekin í notkun verknámsálma sem hýsti nám í matvælagreinum.
Gestur hlaðvarpsins er Baldur Sæmundsson sem vart þarf að kynna, en hann er með meistararéttindi í mat- og framreiðslu og gríðarlega reynslu á báðum sviðum. Baldur hefur starfað sem kennari við MK um árabil.
Baldri er tíðrætt um þau tækifæri sem ungt fólk fær í náminu bæði hvað varðar keppnir og að skapa sér bæði nafn og starfsferil sem fagfólk í sinni grein. Hann er hér í fræðandi og skemmtilegu spjalli um námið í MK og þær breytingar sem hafa orðið í áranna rás.
Hér er á ferðinni fjórði þáttur í röð hlaðvarpa sem eru lokaverkefni þeirra Dóru Svavarsdóttur og Þyrnis Hálfdánarsonar matreiðslumeistara og nema við Menntavísindasvið HÍ. Þættirnir fjalla um matreiðslunám, þá, nú og um alla framtíð.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn8 klukkustundir síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Keppni1 dagur síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý






