Neminn
Nám í vínfræðum
Gunnlaugur Páll Pálsson sem nú starfar sem vínráðgjafi og sölumaður hjá Vínkaupum hefur um allnokkuð skeið verið með mjög skemmtilegt og vel uppsett vínnámskeið.
Framsetning hans á námskeiðinu sem fjallar um að para saman vín og mat er líflegt þar sem hann lætur fólk smakka ákveðnar tegundir matar á móti vínunum til sönnunar og stuðnings máli sínu.
Gunnlaugur hefur heimsótt Hótel- og matvælaskólann nánast á hverri önn með námskeiðið sem er þá hápunktur annarinnar í vínfræðum hjá útskriftarnemum í framreiðslu og matreiðslu.
Með því að smella hér má sjá grein hér á bar.is eftir Gunnlaug um samspil matar og víns, eins má skoða bækling sem Gunnlaugur og samstarfsfólk hans hjá Vínkaupum hafa gert um vín með mat.
Gunnlaugur er lipur í ráðleggingum og má hafa samband við hann með tölvupósti [email protected] eða í síma Vínkaupa sem er; 563-4000.
Greint frá á Bar.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta