Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Nafnar sæmdir Cordon Bleu orðunni – Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM – Andreas: „Hóf störf fyrir KM í kringum aldamótin síðustu“

Birting:

þann

Árshátíð og aðalfundur Klúbbs matreiðslumeistara voru haldin á Vitanum á Akureyri 23. apríl síðastliðinn.  Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandinu tók vel á móti félögum sínum.

Matseðill árshátíðarinnar var frá fjórum veitingastöðum, Vitanum, RUB 23, Salatsjoppunni og Strikinu og sameinuðust matreiðslumeistarar á stöðunum um matinn og sá hver staður um einn rétt.

Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM

Á árshátíðinni var Hilmari B. Jónssyni veitt æðsta viðurkenning Klúbbs matreiðslumeistara er hann var gerður að heiðursfélaga.  Þórir Erlingsson, forseti KM, hélt ræðu á aðalfundinum þar sem hann sagði m.a.:

„Hilmar Bragi Jónsson er einn af stofnfélögum KM og hefur starfað við verkefni tengd matreiðslu alla tíð. Hilmar var forseti KM á árunum 1986-1992 og varaforseti World Chefs um árabil.

Hilmar hefur unnið að mörgum verkefnum í gegnum tíðina og eitt því var að kynna íslenskan fisk í Bandaríkjunum en við það starfaði hann lengi og hefur undirritaður skemmtilega reynslu af störfum Hilmars í Bandaríkjunum. Hilmar starfaði lengi fyrir Vigdísi Finnbogadóttir meðan hún var forseti, einnig stofnaði hann Matreiðsluskólann Okkar og tímaritið Gestgjafann.

Hilmar kom einnig að keppnismatreiðslu en hann var í fyrsta Kokkalandsliðinu sem keppti í alþjóðlegri keppni í Bella Center 4-9 apríl 1978. Í liðinu með Hilmari voru matreiðslumeistararnir Sigurvin Gunnarsson, þá yfirmatreiðslumaður á Hótel Sögu og Gísli Thoroddsen, þá yfirmatreiðslumaður í Brauðbæ. Í þessari fyrstu keppni fékk Íslenska liðið gullverðlaun fyrir heita matinn og einnig sérstaka viðurkenningu fyrir besta kalda fatið á sýningunni í heild.

Aðeins tveir matreiðslumeistara hafa áður verið gerðir að heiðursfélaga í Klúbbi matreiðslumeistara en það eru matreiðslumeistararnir Bragi Ingason sem var gerður að heiðursfélaga 1987 og Ib Wessman sem var gerður að heiðursfélaga 1992.

Stjórn Klúbbs matreiðslumeistara óskum Hilmari innilega til hamingju með titilinn.
Þórir Erlingsson
Forseti Klúbbs matreiðlsumeistara“

Ný stjórn

Nafnar sæmdir Cordon Bleu orðunni - Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM - Andreas: "Hóf störf fyrir KM í kringum aldamótin síðustu"

Ný stjórn í KM

Aðalfundurinn fór vel fram og unnin voru hefðbundinn aðalfundarstörf.  Ný stjórn var kosinn og valið í nefndir og engar lagabreytingar voru lagðar fyrir fundinn. Þórir Erlingsson var endurkjörin sem forseti til næstu tveggja ára.  Boðið var upp á úrvals lambakótilettur í hádeginu og fóru makarnir í frábæra makaferð þar sem veðrið lék við þau.

Ný STJÓRN 2022-2023
Þórir Erlingsson, Forseti
Árni Þór Arnórsson, Varaforseti
Jón Guðni Þórarinsson, Gjaldkeri
Rafn Heiðar Ingólfsson, Ritari
Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi
Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
Jón Þór Friðgeirsson, Meðstjórnandi
Ragnar Wessman, Varamaður

Fráfarandi STJÓRN 2021-2022
Þórir Erlingsson, Forseti
Jón Guðni Þórarinsson, Varaforseti
Andreas Jacobsen, Gjaldkeri
Rafn Heiðar Ingólfsson, Ritari
Júlía Skarphéðinsdóttir, Meðstjórnandi
Jóhann Sveinsson, Meðstjórnandi
Jón Þór Friðgeirsson, Meðstjórnandi
Ragnar Wessman, Varamaður

Hóf störf fyrir klúbbinn í kringum aldamótin síðustu

Andreas Jacobsen

Andreas Jacobsen

Andreas Jacobsen matreiðslumeistari hefur verið gjaldkeri KM til fjölda ára og gaf ekki kost á sér núna.  Veitingageirinn.is forvitnast aðeins um ákvörðun og störf hans í KM:

„Hóf störf fyrir klúbbinn í kringum aldamótin síðustu.  Fyrst í ýmsum nefndum, stuttu síðar í NKF sem varamaður, svo sem stjórnarmaður.  Fékk varaforsetaembætti NKF þegar Einar Överás varð forseti.

Nokkrum árum síðar þegar Uffe Nielsen varð forseti fékk ég gjaldkerastólinn hjá NKF.  Það þótti við hæfi að kveðja NKF þegar Norðurlandaþingið var haldið hér heima árið 2019.

Árið 2007 gaf ég kost á mér í stjórn KM, Ingvar Sigurðsson var þá kosinn forseti klúbbsins og fékk ég þá gjaldkeraembættið.  Á þeirri stundu gerði ég mér ekki grein fyrir hversu mikið og mikilvægt starf klúbburinn var (og er) að halda utan um.

Margar vígstöðvar sem þurfti að verja og aldrei lognmolla.

En með hjálp góðra manna og kvenna hefur klúbburinn dafnað og mikið breyst til batnaðar síðan 2007.  Verkefnin hafa fjölgað og stækkað, utanumhaldið aukist og Grettistak lyft í keppnismálum.
Ég ákvað á einhverjum tímapunkti að þegar tíminn væri réttur og klúbburinn væri í góðri stöðu fjárhagslega væri minn tími liðinn.

Það tók reyndar aðeins lengra tíma en ég átti von á.

Allt hefur sinn tíma og þótt svo að ég hefði vel geta setið lengur í stjórn, fannst mér tímapunkturinn núna réttur til að hleypa nýju, fersku og yngra fólki að stjórntaumunum.

Mun að sjálfsögðu áfram sinna ýmsum verkefnum innan klúbbsins, vera stjórn KM innan handa og halda áfram þá framtíðarsýn klúbbsins sem hefur verið að mótast allt frá 2012.

Að vinna í félagsstörfum gefur jafn mikið og maður leggur í það.

Hef þroskast mikið sem einstaklingur, lært margt og kynnst fullt af frábæru fólki, bæði hérlendis sem og erlendis.

Hef fengið þann heiður að vinna með fullt af frábæru fólki í gegnum árin og það hefur gefið mig svo ótrúlega mikið og verð ég öllum þeim sem ég hef starfað með í gegnum árin ævinlega þakklátur.“

Magnús Örn og Magnús Örn sæmdir Cordon Bleu orðunni

Nafnar sæmdir Cordon Bleu orðunni - Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM - Andreas: "Hóf störf fyrir KM í kringum aldamótin síðustu"

Nafnarnir Magnús Örn og Magnús Örn sæmdir Cordon Blue orðunni.
F.v. Bjarki Ingþór Hilmarsson, Magnús Örn Guðmarsson, Þórir Erlingsson og Magnús Örn Friðriksson

Tveir félagar í Klúbbi matreiðslumeistara voru heiðraðir með Cordon Bleu á aðalfundi og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara.

Það voru félagarnir Magnús Örn Friðriksson og Magnús Örn Guðmarsson.

Hér er farið yfir feril þeirra og myndir af orðuhöfunum.

Magnús Örn Friðriksson

Nafnar sæmdir Cordon Bleu orðunni - Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM - Andreas: "Hóf störf fyrir KM í kringum aldamótin síðustu"

Magnús Örn Friðriksson

Magnús er fæddur 22. desember 1981 í Reykjavík Ólst upp á Patreksfirði til 1995 og flutti þá á Akureyri.  Magnús flutti til Reykjavíkur og fékk samning í matreiðslu hjá JT—Veitingum á Hótel Loftleiðum undir leiðsögn Reynis Magnússonar. Á námstímanum vann Magnús einnig til að mynda hjá Bjarka á Geysi og Snæbirni sem þá var með Fiðlarann á Akureyri.

Eftir útskrift vann Magnús sem vaktstjóri á Loftleiðum til maí 2009. Vann hálf ár á Hótel Rangá. Lagði þá land undir fót og flutti til Noregs nánar tiltekið til Larvik. Heimþráin togaði Magnús þó
heim sumarið 2010 og staldraði þá við á kunnum stað eða Hótel Loftleiðum.

Sumarið eftir fór Magnús til Egilstaða sem yfirmatreiðslumaður á „Gistihúsinu Egilsstaðir“ í slétt ár en þá ákvað fjölskyldan að flytja í Akureyri. Við tók eitt tímabil á Eddu hótelinu og hóf svo störf á Öldrunarheimilum Akureyrar nú Heilsuvernd Hjúkrunarheimili, en Magnús starfar þar í dag.

Magnús hefur verið mjög virkur í félagsstafi þó sérstaklega í starfi KM Norðurland.

Magnús Örn Guðmarsson

Nafnar sæmdir Cordon Bleu orðunni - Hilmar B. Jónsson kjörinn heiðursfélagi KM - Andreas: "Hóf störf fyrir KM í kringum aldamótin síðustu"

Magnús Örn Guðmarsson

Magnús er fæddur 13. Júní 1968 í Reykjavík. Ólst upp á Seltjarnarnesi. Lærir á Veitingahúsinu Arnarhól hjá Skúla Hansen og Guðmundi Guðmundssyni frá 1985 til 1989.

Strax eftir nám var Magnús ráðinn á Pulitzer hótel í Amsterdam og starfaði þar í eitt og hálf ár. Var ráðinn á Flughótelið í Keflavík og starfaði þarf í 4 ár sem yfirmatreiðslumaður. Magnús hefur starfað víða meðal annars í Mötuneyti Seljahlíðar, Skólabrú, Rex og Astro, Rauða húsið Eyrarbakka, 365 miðlum, 101 hótel, Fosshótel Reykjavík, Mötuneyti Isavia og starfar nú sem matreiðslumaður og verkstjóri í matsal Landspítalans.

Magnús hefur einnig prófað önnur störf eins og sölumennsku og sjómennsku.

Magnús hefur verið virkur í nefndum á vegum klúbbs matreiðslumeistara frá 2013 þó einkum í viðburðarnefnd

Klúbbur Matreiðslumeistara 50 ára

Þann 16. febrúar 2022 s.l. voru fimmtíu ár síðan Klúbbur Matreiðslumeistara var stofnaður á Naustinu af framsýnum matreiðslumeisturum.  Að því tilefni munu KM félagar halda upp á afmælið 9. september næstkomandi á Hilton Reykjavík.

Myndir: Kokkafréttir

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið