Uppskriftir
Naan Brauð

Nýbakað naan-brauð er virkilega gott og er m.a. gefið með indverskum mat og einnig notað til að dýfa í sterkar sósur eða hreinlega eitt og sér
innihald:
200 ml mjólk
2 msk sykur
1 poki þurrger eða 5 tsk
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
1 dós hrein jógúrt (180g)
1 msk maldon-salt
1 msk indversk kryddblanda(Garam Marsala t.d.)
25 gr smjör
1-2 hvítlauksrif, smátt söxuð
búnt af fersku kóríander
Aðferð:
Setjið ger og sykur saman í skál og hellið volgri mjólk yfir. Látið standa í 15 mín.
Blandið síðan hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrt saman við germjólkina. Hnoðið deigið þar til það verður mjúkt og bætið við hveiti ef ykkur finnst það og blautt. Látið deigið hefast í skál í 1 klst. við stofuhita.
Hitið ofninn í 275°C eða 210-220 blástur.
Blandið kryddinu og saltinu saman á diski.
Skiptið deiginu í 10 hluta og hnoðið kúlur úr þeim. Fletjið síðan kúlurnar út nokkuð þunnt og þrýstið þeim ofan í kryddblönduna. Raðið brauðunum á plötuna sem er klædd bökunarpappír og bakið þau í 5-7 mínútur. Þið getið líka bakað þau á efri grind á gasgrilli.
Bræðið smjörið í potti og dreypið því strax yfir heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman. Berið strax fram meðan brauðin eru heit.
Einnig er hægt að nota þessa uppskrift í Pítubrauð, en hafið þá brauðin þykkari og sleppið kryddi.
Höfundur: Auðunn Sólberg Valsson matreiðslumeistari

-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Frétt2 dagar síðan
Kaffisala bönnuð eftir kl. 14 – Nýjar reglur um koffín á veitingastöðum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Hafliði Halldórsson og landsliðskokkurinn Kristín Birta kynna íslenskan mat í hjarta Chicago
-
Keppni5 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Tækifæri í Hveragerði – Bás laus í Gróðurhúsinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Aprílgabb Veitingageirans vakti kátínu
-
Keppni2 dagar síðan
Kokkakeppni þar sem notkun á örbylgjuofni er skylda – Glæsileg verðlaun í boði