Sverrir Halldórsson
Mývatn – 1. kafli – Veitingarýni: Aurora á Icelandair Hótel Akureyri
Það var árla fimmtudagsmorgun sem ég var mættur niður á N1 við Hringbraut til að fá mér morgunverðarbát hjá Subway í morgunmat. Hann var með eggi, skinku og osti og var alveg prýðilegur, keypti mér líka hálfan með kalkún til að hafa í hádegismat.
Svo lá leið upp í Mjódd, þar sem ég ætlaði að taka strætó til Akureyrar. Lagði hann af stað klukkan 09:00 og gekk greiðlega upp í Borgarnes þar sem skipt var um bílstjóra og inn kom flugstjórinn Gísli Welding og byrjaði eins og honum einum er lagið að kynna sig, fara yfir helstu öryggisreglur og ef eitthvað kæmi upp á þá snúa sér strax til bílstjórans.
Við ókum sem leið lá upp Norðurárdalinn, upp á Holtavörðuheiði og niður að Staðarskála en þar skyldi áð. Fórum við öll inn og tók Gísli eftir að ég var í erfiðleikum með að stíga úr neðstu tröppunni niður á jörðina. Er við komum út var hann búinn að færa bílinn og finna palettu sem hann lét fyrir utan bílinn og var mun auðveldar að komast upp í bílinn.
Svo héldum við áfram og um klukkan 15:30 renndum við í hlaðið við Hof á Akureyri.
Eftir mér beið leigubíll sem ég hafði pantað úr strætó og brunaði með mig upp á Icelandair Hótel Akureyri, þar sem ég ætlaði að gista í eina nótt. Kom inn fékk mér sæti í gestamóttökunni og horfði í kringum mig, þetta leit bara þrælvel út og manni leið strax vel. Svo kom einn starfsmaður og spurði hvort hann gæti hjálpað mér og kvað ég svo vera, ég ætti bókað herbergi, en áður en ég færi upp vildi ég fá mér eitthvað létt að borða.
Ég pantaði mér:
Smakkaðist þetta alveg fantavel og ekkert bragð dómineraði annað, nema þá helst sykurinn hann mætti vera minni.
Fór upp á herbergi sem var á 5. hæð, flott herbergi og eitt það besta rúm sem ég hef lagst í og fékk ég mér kríu fram að kvöldmat.
Um sjöleitið var ég mættur niður á veitingastaðinn Aurora, fyrr um daginn hafði ég tekið eftir trönu sem var með tilboði dagsins en ekki með verði og ákvað ég að segja ekki orð og vita hvort þjónustufólkið myndi nefna það að fyrra bragði. Fékk mér sæti, var afhentur matseðill og drykkjarpöntun tekin, en ekki minnst einu orði á tilboðið.
Svo kom gosið og ég pantaði mér eftirfarandi:
Súpan var tært skelfisksoð með vel útilátnu meðlæti og bragðið alveg guðdómlegt. Kröftugt-tært-fullkomið bragð, það er synd en því miður er afar sjaldgæft að fá skelfiskseyði í þetta háum standard á Íslandi.
Ekki voru gæðin minni í þessum rétti, kjötið alveg lúnamjúkt, kremaða byggið passaði flott inn upp á móti demi-glass sósunni.
Kartöflumúsin fín ekki of mikið baconbragð, þannig að úr varð einn sá besti lambaréttur sem ég hef smakkað.
Fagmennskan í eldhúsi hótelsins er metnaðafull og árangurinn eftir því. Því miður er ekki það sama hægt að segja um þjónustuna hún var ómarkviss, oft hurfu allir inn í eldhús þó svo að gestir væru í salnum. Sennilega er þetta svona af því að fólkið fær enga tilsögn.
Það var hópur ferðamanna að borða og er borðhaldi var lokið sló fararstjórinn í glas og bað um orðið. Tjáði hún hópnum að það væri búið að tala við gestamóttökuna og ef það yrðu norðurljós í nótt þá myndu þeir hringja á þau herbergi og vekja þá sem vildu. Svo átti hópurinn að fara kvöldið eftir að borða einhvers annarstaðar og þá var búið að ganga frá að ef yrði heiðskírt myndi bílstjórinn keyra þau út fyrir ljósamengun og til að sjá norðurljósin og þetta féll svakalega vel í hópinn. Yljaði um hjartarætur að hugsa um að svona góðir leiðsögumenn eru til.
Fór upp að sofa með bros á vör.
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Frétt1 dagur síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn17 klukkustundir síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi