Vertu memm

Uppskriftir

Myndir úr útgáfupartý bókarinnar: Þetta verður veisla eftir landsliðskokkinn Gabríel Kristinn

Uppskrift – Djúpsteiktar vöfflur með lambatartar

Birting:

þann

Myndir úr útgáfupartý Þetta verður veisla bókarinnar eftir landsliðskokkinn Gabríel Kristinn

Gabríel Kristinn Bjarnason

Stórskemmtilegt útgáfupartý í tilefni útkomu bókarinnar Þetta verður veisla eftir Gabríel Kristinn Bjarnason, var haldið í Hlégarði í Mosfellsbæ.

Í bókinni má finna frumlegar uppskriftir að smjöri og ídýfum, fingramat og veislupinnum, aðalréttum og eftirréttum.

Klárlega matreiðslubók fyrir þá sem vilja halda matarveislu heima og bjóða vinum og fjölskyldu heim í matarupplifun en vilja ekki hafa alltof mikið fyrir því.

„Ég bauð upp á fingramat úr bókinni,“

Sagði Gabríel í samtali við veitingageirinn.is, aðspurður um matinn í útgáfupartýinu.

Gabríel bauð upp á franskt ristað brauð með sveppum og klettasalati, djúpsteiktar vöfflur með lambatartar og kapers mæjó, pönnusteiktar pizzur með stracciatella og þurrkuðum kirsuberja tómötum og einn eftirrétt, eins og Gabríel vill kalla hann: „old school“ súkkulaðimús með olívu olíu.

Gabríel Kristinn deilir með lesendum veitingageirans einni uppskrift úr bókinni.

Djúpsteiktar vöfflur með lambatartar

Djúpsteiktar vöfflur með lambatartar
Mynd: Hákon Björnsson

Djúpsteiktar vöfflur með lambatartar

165 g brúnað smjör
875 g hveiti
7 tsk. lyftiduft
7 tsk. Maldon-salt
100 g sykur
875 g súrmjólk
350 g mjólk
4 egg

Aðferð:

Byrjið á því að brúna smjörið en það gerið þið með því að setja smjör í pott og leyfa því að malla á háum hita þar til það verður brúnt á litinn.

Setjið næst þurrefnin saman í hrærivél og blandið vel saman.

Bætið saman við mjólk, súrmjólk og eggjum og að lokum brúnaða smjörinu.

Bakið svo vöfflur úr deiginu í vöfflujárni.

Auglýsingapláss

Skerið síðan vöfflurnar út í falleg hjörtu.

Djúpsteikið að lokum vöfflurnar í repjuolíu á 180°C hita eða þangað til þær verða stökkar.

Lambatartar

250 g lambafille
1 msk. graslaukur
2 msk. kapers
1 msk. skalottlaukur
1 msk. ólífuolía
200 g Hellmann’s-majónes
Börkur af einni sítrónu

Aðferð:

Það getur reynst vel að hálffrysta kjötið með því að setja það í frysti í um það bil 30 mínútur áður en þið skerið það niður til þess að halda því bæði rauðu og fersku.

Skerið kjötið í litla kubba og setjið í skál.

Saxið skalottlauk og graslauk og bætið út í skálina ásamt salti, pipar og ólífuolíu.

Setjið í aðra skál majónes, saxaðan kapers og börk af einni sítrónu og setjið blönduna síðan í sprautupoka. Leggið svo djúpsteiktu vöfflurnar á flotta diska sem eiga við og setjið góða matskeið af krydduðum tartar á hverja vöfflu.

Loks er kapers- majónesinu dreift yfir með sprautupokanum í sikksakkmunstur.

Er önnur matreiðslubók í bígerð?

Gabríel Kristinn Bjarnason matreiðslumaður og landsliðskokkur - Þetta verður veisla

Bókin Þetta verður veisla eftir Gabríel Kristinn Bjarnason

Bókin verður til sölu í öllum helstu verslunum landsins.

Er önnur matreiðslubók í bígerð?

Auglýsingapláss

„Það er ekki komið neitt plan með næstu bók, vona bara að þessi seljist vel. Núna er ég bara að njóta þess að hún sé loksins komin á markaðinn“

Sagði Gabríel hress að lokum.

Með fylgja myndir frá útgáfupartýinu sem að ljósmyndarinn Fermin Galean tók.

Myndir: Fermin Galeano ljósmyndari

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið