Vín, drykkir og keppni
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
Kokteilameistarar Tipsý voru með PopUp á Múlabergi nú á dögunum þar sem þeir buðu upp á vinsælustu kokteila Tipsý-barsins.
„Skemmtileg helgi og frábært samstarf með þessum kokteilasnillingum“
Sagði Ingibjörg Bergmann Bragadóttir eigandi Múlaberg í samtali við veitingageirinn.is.
Seldist allt upp
„Alls vorum við með 370 gesti í mat hjá okkur og margir sem komu bara í drykki bæði föstudags -og laugardagskvöld svo ég myndi skjóta á að um 500 manns hafi verið hjá okkur í mat og drykk um helgina.
Gerðum svo marga kokteila um helgina, að það seldist allt upp hjá okkur í lokin á laugardagskvöldinu.“
Sagði Ingibjörg Bergmann.
„Þau Sævar, Andrea og Kría sem komu frá Tipsý voru æðisleg og algjörir fagmenn – það var alveg hægt að gleyma sér í því að fylgjast með þeim og Ými Valssyni, yfirbarþjóninum okkar, töfra fram hvern drykkinn á fætur öðrum um helgina á mettíma.“
Kokteilamenningin á Akureyri blómstar
Hvernig fannst þér upplifun gesta með viðburðinn?
„Gestirnir okkar voru að taka ótrúlega vel í þetta og margir sem komu bara til að fá sér kokteila. Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar.
Þetta var alveg ótrúlega vel heppnað og umfram allt ótrúlega skemmtilegt pop-up! Virkilega gaman að sjá hvað Akureyringar tóku vel í þessa helgi og nýttu sér pop-up ekki bara hjá okkur, heldur líka á LYST og Rub23.
Þetta var svo glæsileg helgi á Akureyri og alltaf svo gaman þegar svona margir fagmenn í bransanum koma saman og skapa svona magnaða upplifun. Þetta gerum við alveg klárlega aftur og oftar vonandi.“
Sagði Ingibjörg að lokum.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss