Keppni
Myndir frá úrslitakeppninni Matreiðslumaður ársins 2015
Eins og kunnug er þá hlaut Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í dag eftir skemmtilega lokakeppni í Hörpu. Annað sætið hlaut Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone og var yfirdómari keppninnar Matti Jänsen frá Finnlandi.
Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.
Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. Þar voru fjórir hlutskarpastir og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppninni í dag, þeir Atli og Steinn, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn og Kristófer Hamilton Lord Lava Bláa Lónið.
Myndir frá því í gær þegar keppendur voru upplýstir um hvaða hráefni þeir fengu fyrir keppni:
- Steinn Óskar Sigurðsson
Myndir frá úrslitum:
Myndir: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason.
![]()
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel14 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Keppni5 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park


































































