Keppni
Myndir frá úrslitakeppninni Matreiðslumaður ársins 2015
Eins og kunnug er þá hlaut Atli Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hóteli Sögu titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 í dag eftir skemmtilega lokakeppni í Hörpu. Annað sætið hlaut Steinn Óskar Sigurðsson matreiðslumaður í Vodafone og var yfirdómari keppninnar Matti Jänsen frá Finnlandi.
Verkefni keppenda var að elda forrétt og aðalrétt úr úrvali hráefna beint frá bónda, upp úr óvissukörfu sem hulunni var svipt af degi fyrir keppni.
Upphaflega sendu sautján matreiðslumenn inn uppskriftir í keppnina sem haldin var með nýju sniði í ár. Tíu komust áfram í undanúrslit og elduðu uppskriftir sínar með íslenskan þorsk í aðalhlutverki fyrir dómnefnd. Þar voru fjórir hlutskarpastir og tryggðu sér þáttökurétt í lokakeppninni í dag, þeir Atli og Steinn, Axel Clausen Fiskmarkaðurinn og Kristófer Hamilton Lord Lava Bláa Lónið.
Myndir frá því í gær þegar keppendur voru upplýstir um hvaða hráefni þeir fengu fyrir keppni:
- Steinn Óskar Sigurðsson
Myndir frá úrslitum:
Myndir: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason.

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni3 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt2 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Ítalskar kjötbollur með kotasælu og tagliatelle
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Konudagstilboð