Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Myndir frá sveinsprófum | 46 iðnnemar útskrifast í matvælagreinunum

Birting:

þann

Sveinspróf í matvælagreinum - 9. til 12. desember 2013 í Hótel og matvælaskólanum

Lokapróf og sveinspróf í matvælagreinunum var haldið dagana 9. til 12. desember 2013 í Hótel og matvælaskólanum og voru samtals 29 nemendur sem tóku prófin.

Bakaraiðn – 4 nemendur

Fjórir nemendur tóku sveinspróf í bakaraiðn. Sveinsprófið fór fram í tveimur áföngum og stóð yfir í tvo daga, en nánari lýsingu á prófinu er hægt að lesa með því að pdf_icon smella hér og prófþáttalýsingu pdf_icon hér.

Í sveinsprófsnefnd í bakaraiðn eru eftirfarandi aðilar:

Aðalmenn:

  • Jóhannes Felixson
  • Þórunn Hjaltadóttir
  • Hafliði Ragnarsson

Varamenn:

  • Steinþór Jónsson
  • Arnar Erlingsson
  • Gunnar Gunnarsson

Framreiðsla – 9 nemendur

Níu nemendur tóku sveinspróf í framreiðslu. Sveinsprófið fór fram í tveimur áföngum og stóð yfir í tvo daga, þ.e. hátíðarkvöldverð fyrir sex gesti (sveinsprófsborð), skriflegt próf, bar, eldsteiking og fyrirskurður. Hægt er að lesa nánar um sveinsprófið í framreiðslu með því að pdf_icon smella hér.

Sveinsprófsnefnd í framreiðslu:

Aðalmenn:

  • Ólafur Ólafsson, tilnefndur af SAF.
  • Sigmar Örn Ingólfsson, tilnefndur af MATVÍS.
  • Trausti Víglundsson, án tilnefningar.

Varamenn:

  • Sólborg Steinþórsdóttir, tilnefnd af SAF.
  • Gígja Magnúsdóttir, tilnefnd af MATVÍS
  • Jóna Björt Magnúsdóttir, án tilnefningar.

Kjötiðn – 3 nemendur

Þrír nemendur tóku sveinspróf í kjötiðn. Skriflega prófið var haldið mánudaginn 9. desember og verklega prófið fór fram dagana 10. og 11. desember 2013. Prófverkefni í kjötiðn skiptust í tíu verkþætti, þ.e. úrbeining á hálfu svíni, nautalæri, úrbeina og vefja hangiframpart, Pylsugerð og margt fleira, en hægt er að lesa nánar um sveinsprófið í kjötiðn með því að pdf_icon smella hér.

Sveinsprófsnefnd í kjötiðn:

Aðalmenn:

  • Guðmundur Geirmundsson, tilnefndur af SI
  • Ómar Bjarki Hauksson, tilnefndur af MATVÍS
  • Óli Þór Hilmarsson, án tilnefningar

Varamenn:

  • Níels Hjaltason, tilnefndur af SI
  • Jóhannes Geir Númason, tilnefndur af MATVÍS
  • Hafþór Hallbergsson, án tilnefningar

Matreiðsla – 13 nemendur

Þrettán nemendur tóku sveinspróf í matreiðslu. Lokaprófið skiptist í bókleg próf og tvö verkleg próf. Hægt er að lesa nánari upplýsingar um sveinsprófið í matreiðslu með því að pdf_icon smella hér og um kalda matinn pdf_icon hér og heita matinn pdf_icon hér.

Sveinsprófsnefnd í matreiðslu:

Aðalmenn:

  • Jakob Magnússon, tilnefndur af SAF
  • Bjarki Hilmarsson, tilnefndur af MATVÍS
  • Friðrik Sigurðsson, án tilnefningar

Varamenn:

  • Friðgeir Ingi Eiríksson, tilnefndur af SAF
  • Hákon Már Örvarsson, tilnefndur af MATVÍS
  • Lárus Gunnar Jónasson, án tilnefningar

46 iðnnemar útskrifast í matvælagreinunum

Brautskráning var haldin í dag föstudaginn 20. desember í Digraneskirkju og útskrifuðust samtals 46 iðnnemar úr framreiðslu, bakstri, kjötiðn, matreiðslu og matartækninámi og 2 úr meistararaskóla matvælagreina. Til hamingju.

Meðfylgjandi myndir eru frá sveinsprófunum í matvælagreinum:

 

Myndir: Ólafur Jónsson, sviðsstjóri Matvæla- og veitingasvið IÐUNNAR fræðsluseturs.

Heimild og skjöl: idan.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss
Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið