Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
OTO á Hverfisgötunni og Miyakodori frá Stokkhólmi buðu upp á einstakan “PopUp” viðburð í tvo daga í byrjun nóvember á veitingastaðnum OTO.
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya sem þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
Það eru matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.
Sjá einnig: Veitingastaðurinn Miyakodori með PopUp á OTO
Í heildina komu 240 gestir í sérmatseðilinn sem í boði var þessa dagana:
„Þetta fór fram úr okkar væntingum og var fullbókað bæði kvöld, gestir voru í skýjunum með matinn og stemningin var góð“
Sagði Sigurđur Laufdal í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um kvöldið.
„Lars, Max og John voru yfir sig hrifnir af Íslandi, við fórum með þá meðal annars út að borða á Óx, Skál og OTO og fannst þeim matur og upplifun vera framúrskarandi. Svo böðuðum við þá vel í Hvammsvík og Sky Lagoon, þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi. Svo er í bígerð að OTO verði með pop-up á staðnum þeirra í Stokkhólmi.
Það sem stóð upp úr var öll kunnátta þeirra á því sem þeir gera jafnt sem vinskapurinn sem myndaðist.“
Sagði Sigurður að lokum.
Með fylgja myndir frá viðburðinum.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni5 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni23 klukkustundir síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?