Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
OTO á Hverfisgötunni og Miyakodori frá Stokkhólmi buðu upp á einstakan “PopUp” viðburð í tvo daga í byrjun nóvember á veitingastaðnum OTO.
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya sem þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
Það eru matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.
Sjá einnig: Veitingastaðurinn Miyakodori með PopUp á OTO
Í heildina komu 240 gestir í sérmatseðilinn sem í boði var þessa dagana:
„Þetta fór fram úr okkar væntingum og var fullbókað bæði kvöld, gestir voru í skýjunum með matinn og stemningin var góð“
Sagði Sigurđur Laufdal í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um kvöldið.
„Lars, Max og John voru yfir sig hrifnir af Íslandi, við fórum með þá meðal annars út að borða á Óx, Skál og OTO og fannst þeim matur og upplifun vera framúrskarandi. Svo böðuðum við þá vel í Hvammsvík og Sky Lagoon, þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi. Svo er í bígerð að OTO verði með pop-up á staðnum þeirra í Stokkhólmi.
Það sem stóð upp úr var öll kunnátta þeirra á því sem þeir gera jafnt sem vinskapurinn sem myndaðist.“
Sagði Sigurður að lokum.
Með fylgja myndir frá viðburðinum.
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Kokkalandsliðið9 klukkustundir síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu





















