Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá Miyakodori viðburðinum – Sigurður Laufdal: þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi….
OTO á Hverfisgötunni og Miyakodori frá Stokkhólmi buðu upp á einstakan “PopUp” viðburð í tvo daga í byrjun nóvember á veitingastaðnum OTO.
Miyakodori er yakitori veitingastaður og izakaya sem þýðir japanskur pöbb eða óformlegur veitingastaður þar sem fólk hittist til að njóta drykkja og smárétta til að deila.
Það eru matreiðslumennirnir Lars Brennwald, John Forssell og Max Westerlund Inazawa eiga og reka staðinn saman.
Sjá einnig: Veitingastaðurinn Miyakodori með PopUp á OTO
Í heildina komu 240 gestir í sérmatseðilinn sem í boði var þessa dagana:
„Þetta fór fram úr okkar væntingum og var fullbókað bæði kvöld, gestir voru í skýjunum með matinn og stemningin var góð“
Sagði Sigurđur Laufdal í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um kvöldið.
„Lars, Max og John voru yfir sig hrifnir af Íslandi, við fórum með þá meðal annars út að borða á Óx, Skál og OTO og fannst þeim matur og upplifun vera framúrskarandi. Svo böðuðum við þá vel í Hvammsvík og Sky Lagoon, þeir fóru til baka ástfangnir af Íslandi. Svo er í bígerð að OTO verði með pop-up á staðnum þeirra í Stokkhólmi.
Það sem stóð upp úr var öll kunnátta þeirra á því sem þeir gera jafnt sem vinskapurinn sem myndaðist.“
Sagði Sigurður að lokum.
Með fylgja myndir frá viðburðinum.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun7 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn6 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni6 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni





















