Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Myndir frá formlegri opnun AALTO Bistro í Norræna húsinu
AALTO Bistro opnaði formlega 10. maí s.l., en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður í Norræna húsinu undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks. Farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.
Einnig er á boðstólnum gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.
Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu AALTO Bistro á vefslóðinni: www.aalto.is

Glerlistaverkið „Augun sem birtan sér“, eftir Halldór Ásgeirsson hefur verið sett upp að nýju á AALTO, en verkið var síðast uppi í Norræna húsinu árið 1995.
Myndir: aalto.is
![]()
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn3 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanForréttabarinn opnar útibú á horni Frakkastígs og Hverfisgötu
-
Markaðurinn23 klukkustundir síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn2 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn2 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt21 klukkustund síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu














