Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Myndir frá formlegri opnun AALTO Bistro í Norræna húsinu

Birting:

þann

Slegið á létta strengi. Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur og Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari

Slegið á létta strengi.
Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkur og Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari

AALTO Bistro opnaði formlega 10. maí s.l., en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður í Norræna húsinu undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks.  Farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.

Einnig er á boðstólnum gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.

Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu AALTO Bistro á vefslóðinni: www.aalto.is

 

Glerlistaverkið "Augun sem birtan sér", eftir Halldór Ásgeirsson hefur verið sett upp að nýju á AALTO, en verkið var síðast uppi í Norræna húsinu árið 1995.

Glerlistaverkið „Augun sem birtan sér“, eftir Halldór Ásgeirsson hefur verið sett upp að nýju á AALTO, en verkið var síðast uppi í Norræna húsinu árið 1995.

Myndir: aalto.is

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið