Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Myndir frá formlegri opnun AALTO Bistro í Norræna húsinu
AALTO Bistro opnaði formlega 10. maí s.l., en hér er á ferðinni spennandi veitingastaður í Norræna húsinu undir dyggri stjórn og listfengi Sveins Kjartanssonar matreiðslumeistara og sjónvarpskokks. Farnar eru ótroðnar og spennandi slóðir í matreiðslu og við nýtingu á óhefðbundnu hráefni, sem og daðrað við skandinavíska matargerð undir miðevrópskum áhrifum.
Einnig er á boðstólnum gott úrval af heimabökuðum kökum og öðru spennandi sætmeti með kaffinu allan daginn.
Hægt er að skoða úrvalið á heimasíðu AALTO Bistro á vefslóðinni: www.aalto.is

Glerlistaverkið „Augun sem birtan sér“, eftir Halldór Ásgeirsson hefur verið sett upp að nýju á AALTO, en verkið var síðast uppi í Norræna húsinu árið 1995.
Myndir: aalto.is

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Keppni2 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn – Skráning í fullum gangi til 17. apríl
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Nýr veitingastjóri á Strikinu – Elísabet Ingibjörg tekur við keflinu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt3 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð