Viðtöl, örfréttir & frumraun
Myndir frá Bottomless Sticks & Sushi gleðinni – Fimmtudagarnir eru nýju laugardagarnir
Sérstakur sticks & sushi matseðill verður í boði alla fimmtudaga í vetur hjá gastro-pöbbinum Public House, en staðurinn er staðsettur við Laugaveg 24. Viðburðurinn heitir Bottomless Sticks & Sushi, þar sem fyrirkomulagið er „All you can eat“ eða allt sem þú getur í þig látið.
Viðburðurinn verður alla fimmtudaga frá klukkan 16:00 til 23:00 á 8.990 kr. Á fimmtudögum er líka DJ frá klukkan 18:00 og ALL-DAY-happy-hour. Geggjuð blanda og þotuliðið segir að fimmtudagarnir eru klárlega nýju laugardagarnir.
Kokkarnir á Public House nota íslenskt hráefni í Sticks & Sushi réttina en með „japönskum blæ“. Kolagrillaðir fisk,- og kjötréttir á spjóti með Aji amarillo sem er tegund af gulum chili-pipar sem er miðlungs sterkur, ferskur og ávaxtaríkur, sem minnir svolítið á mangó eða apríkósur.
Til að fagna Bottomless Sticks & Sushi gleðinni sem kemur til að vera alla fimmtudaga í vetur var boðið upp á veglega veislu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Myndir: aðsendar / Public House – Gastropub

-
Keppni4 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni2 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025