Vertu memm

Markaðurinn

Myndaveisla: vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum

Birting:

þann

Vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum - Myndir

Uppselt var á bæði námskeiðin

Dagana 16. og 17. apríl hélt ÓJK-ÍSAM í samvinnu við Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum í Hótel og matvælaskólanum í MK. Uppselt var á bæði námskeiðin og mikill áhugi er á bakstri á ítölskum brauðum og pizzum.

Það var hinn þaulreyndi bakari Paolo Parravano ásamt Emiliano Polselli eiganda Polselli sem bökuðu hinar ýmsu kræsingar úr mismunadi tegundum af Polselli hveiti.

ÓJK-ÍSAM var að taka inn nýja vöru frá Polselli sem er „La Roman Pinsa“ eða Pinsa hveiti sem er samblanda af  hveiti, durum, hrísmjöli og súrdeigs dufti ásamt nýju sjávarsalti frá Sikiley sem er mjög gott í öll brauðdeig.

Kenndar vour aðferðir til að gera Pinsa sem er Roman street food pizza og Focaccia samlokur úr sama Pinsa hveitinu en munurinn er að það er 80% vatn í Pinsa en 85% vatn í Focaccia. Brauðið er mjög létt í maga og stórfenglegt á bragðið.

Vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum - Myndir

Einnig kenndu þeir hvernig á að nota „Biga“ sem er fordeig sem Ítalar nota mikið í pizzur, Ciabatta o.fl. brauð.

ÓJK-ÍSAM þakkar bakaradeild MK og nemendum fyrir aðstoðina.

Nánari upplýsingar gefur Eggert Jónsson eða Gunnar Þórarinsson hjá ÓJK-ÍSAM.

[email protected]

[email protected]

Vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum - Myndir

Myndir: Eggert Jónsson og Gunnar Þórarinsson

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið