Markaðurinn
Myndaveisla: vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum
Dagana 16. og 17. apríl hélt ÓJK-ÍSAM í samvinnu við Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum í Hótel og matvælaskólanum í MK. Uppselt var á bæði námskeiðin og mikill áhugi er á bakstri á ítölskum brauðum og pizzum.
Það var hinn þaulreyndi bakari Paolo Parravano ásamt Emiliano Polselli eiganda Polselli sem bökuðu hinar ýmsu kræsingar úr mismunadi tegundum af Polselli hveiti.
ÓJK-ÍSAM var að taka inn nýja vöru frá Polselli sem er „La Roman Pinsa“ eða Pinsa hveiti sem er samblanda af hveiti, durum, hrísmjöli og súrdeigs dufti ásamt nýju sjávarsalti frá Sikiley sem er mjög gott í öll brauðdeig.
Kenndar vour aðferðir til að gera Pinsa sem er Roman street food pizza og Focaccia samlokur úr sama Pinsa hveitinu en munurinn er að það er 80% vatn í Pinsa en 85% vatn í Focaccia. Brauðið er mjög létt í maga og stórfenglegt á bragðið.
Einnig kenndu þeir hvernig á að nota „Biga“ sem er fordeig sem Ítalar nota mikið í pizzur, Ciabatta o.fl. brauð.
ÓJK-ÍSAM þakkar bakaradeild MK og nemendum fyrir aðstoðina.
Nánari upplýsingar gefur Eggert Jónsson eða Gunnar Þórarinsson hjá ÓJK-ÍSAM.
Myndir: Eggert Jónsson og Gunnar Þórarinsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt5 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun3 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Gleðileg jól, kæru lesendur – Veitingageirinn.is þakkar fyrir sig
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF