Markaðurinn
Myndaveisla: vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum
Dagana 16. og 17. apríl hélt ÓJK-ÍSAM í samvinnu við Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum í Hótel og matvælaskólanum í MK. Uppselt var á bæði námskeiðin og mikill áhugi er á bakstri á ítölskum brauðum og pizzum.
Það var hinn þaulreyndi bakari Paolo Parravano ásamt Emiliano Polselli eiganda Polselli sem bökuðu hinar ýmsu kræsingar úr mismunadi tegundum af Polselli hveiti.
ÓJK-ÍSAM var að taka inn nýja vöru frá Polselli sem er „La Roman Pinsa“ eða Pinsa hveiti sem er samblanda af hveiti, durum, hrísmjöli og súrdeigs dufti ásamt nýju sjávarsalti frá Sikiley sem er mjög gott í öll brauðdeig.
Kenndar vour aðferðir til að gera Pinsa sem er Roman street food pizza og Focaccia samlokur úr sama Pinsa hveitinu en munurinn er að það er 80% vatn í Pinsa en 85% vatn í Focaccia. Brauðið er mjög létt í maga og stórfenglegt á bragðið.
Einnig kenndu þeir hvernig á að nota „Biga“ sem er fordeig sem Ítalar nota mikið í pizzur, Ciabatta o.fl. brauð.
ÓJK-ÍSAM þakkar bakaradeild MK og nemendum fyrir aðstoðina.
Nánari upplýsingar gefur Eggert Jónsson eða Gunnar Þórarinsson hjá ÓJK-ÍSAM.
Myndir: Eggert Jónsson og Gunnar Þórarinsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt4 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt4 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi