Markaðurinn
Myndaveisla: vel heppnað Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum
Dagana 16. og 17. apríl hélt ÓJK-ÍSAM í samvinnu við Polselli námskeið í bakstri á ítölskum brauðum og pizzum í Hótel og matvælaskólanum í MK. Uppselt var á bæði námskeiðin og mikill áhugi er á bakstri á ítölskum brauðum og pizzum.
Það var hinn þaulreyndi bakari Paolo Parravano ásamt Emiliano Polselli eiganda Polselli sem bökuðu hinar ýmsu kræsingar úr mismunadi tegundum af Polselli hveiti.
ÓJK-ÍSAM var að taka inn nýja vöru frá Polselli sem er „La Roman Pinsa“ eða Pinsa hveiti sem er samblanda af hveiti, durum, hrísmjöli og súrdeigs dufti ásamt nýju sjávarsalti frá Sikiley sem er mjög gott í öll brauðdeig.
Kenndar vour aðferðir til að gera Pinsa sem er Roman street food pizza og Focaccia samlokur úr sama Pinsa hveitinu en munurinn er að það er 80% vatn í Pinsa en 85% vatn í Focaccia. Brauðið er mjög létt í maga og stórfenglegt á bragðið.
Einnig kenndu þeir hvernig á að nota „Biga“ sem er fordeig sem Ítalar nota mikið í pizzur, Ciabatta o.fl. brauð.
ÓJK-ÍSAM þakkar bakaradeild MK og nemendum fyrir aðstoðina.
Nánari upplýsingar gefur Eggert Jónsson eða Gunnar Þórarinsson hjá ÓJK-ÍSAM.
Myndir: Eggert Jónsson og Gunnar Þórarinsson

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Saffran opnar veitingastað á Akureyri í maí
-
Keppni2 dagar síðan
Jakob Leó, 13 ára, sigraði matreiðslukeppni með lamba snitsel sem heillaði dómnefndina – Myndir
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Vörukynning Garra á Akureyri
-
Keppni1 dagur síðan
Undankeppni fyrir Norðurlandamót Vínþjóna – Qualifying competition for the Best Sommelier of the Nordics