Vertu memm

Markaðurinn

Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur

Birting:

þann

Myndaveisla – Franskur bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur

Á Íslandi er mikil gróska í handverksbakaríum þar sem lögð er alúð við þrautreyndar aðferðir við bakstur brauða og sætabrauða. Þá er lögð áhersla á að nota gott og vandað hráefni og tækni sem bakarar hafa þróað öldum saman.

Nú stuttu fyrir áramót var hinn virti og margverðlaunaði franski bakari, Remy Corbert, staddur á Íslandi að fræða íslenska bakara um súdeigs- og sætabrauðsbakstur.

Remy fór yfir mismunandi bökunartækni, áferðir og hönnun súrdeigsbrauða. Þá kenndi hann einnig aldagamlar franskar aðferðir við að rúlla vínarbrauðsdeig.

Námskeiðið var haldið af Iðunni fræðslusetri í samstarfi við Remy sem er yfirþjálfari norska bakaralandsliðsins og ef marka má myndir af afrakstri bakara á námskeiðinu eiga íslenskir bakarísunnendur von á góðu.

Litfögur vínarbrauð rúlluð eftir hundrað ára gamalli aðferð, vandlega löguð súrdeigsbrauð, croissant og brioche brauð með súkkulaði var á meðal þess sem Remy þjálfaði íslenska bakara í.

Myndir: aðsendar

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið