Markaðurinn
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
Á Íslandi er mikil gróska í handverksbakaríum þar sem lögð er alúð við þrautreyndar aðferðir við bakstur brauða og sætabrauða. Þá er lögð áhersla á að nota gott og vandað hráefni og tækni sem bakarar hafa þróað öldum saman.
Nú stuttu fyrir áramót var hinn virti og margverðlaunaði franski bakari, Remy Corbert, staddur á Íslandi að fræða íslenska bakara um súdeigs- og sætabrauðsbakstur.
Remy fór yfir mismunandi bökunartækni, áferðir og hönnun súrdeigsbrauða. Þá kenndi hann einnig aldagamlar franskar aðferðir við að rúlla vínarbrauðsdeig.
Námskeiðið var haldið af Iðunni fræðslusetri í samstarfi við Remy sem er yfirþjálfari norska bakaralandsliðsins og ef marka má myndir af afrakstri bakara á námskeiðinu eiga íslenskir bakarísunnendur von á góðu.
Litfögur vínarbrauð rúlluð eftir hundrað ára gamalli aðferð, vandlega löguð súrdeigsbrauð, croissant og brioche brauð með súkkulaði var á meðal þess sem Remy þjálfaði íslenska bakara í.
Myndir: aðsendar
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Frétt1 dagur síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt1 dagur síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ómótstæðileg Grísa baby rif á góðum afslætti