Markaðurinn
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
Á Íslandi er mikil gróska í handverksbakaríum þar sem lögð er alúð við þrautreyndar aðferðir við bakstur brauða og sætabrauða. Þá er lögð áhersla á að nota gott og vandað hráefni og tækni sem bakarar hafa þróað öldum saman.
Nú stuttu fyrir áramót var hinn virti og margverðlaunaði franski bakari, Remy Corbert, staddur á Íslandi að fræða íslenska bakara um súdeigs- og sætabrauðsbakstur.
Remy fór yfir mismunandi bökunartækni, áferðir og hönnun súrdeigsbrauða. Þá kenndi hann einnig aldagamlar franskar aðferðir við að rúlla vínarbrauðsdeig.
Námskeiðið var haldið af Iðunni fræðslusetri í samstarfi við Remy sem er yfirþjálfari norska bakaralandsliðsins og ef marka má myndir af afrakstri bakara á námskeiðinu eiga íslenskir bakarísunnendur von á góðu.
- Remy Corbert
- Axel Þorsteinsson bakari-, og konditor
- Steinn Óskar Sigurðsson leiðtogi matvæla- og veitingagreina pósar fyrir ljósmyndara
Litfögur vínarbrauð rúlluð eftir hundrað ára gamalli aðferð, vandlega löguð súrdeigsbrauð, croissant og brioche brauð með súkkulaði var á meðal þess sem Remy þjálfaði íslenska bakara í.
- Remy Corbert
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt5 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum