Markaðurinn
Myndaveisla – Franski bakarameistarinn Remy Corbet Daniel Jean kynnti aldagamlar aðferðir við súrdeigs- og sætabrauðsbakstur
Á Íslandi er mikil gróska í handverksbakaríum þar sem lögð er alúð við þrautreyndar aðferðir við bakstur brauða og sætabrauða. Þá er lögð áhersla á að nota gott og vandað hráefni og tækni sem bakarar hafa þróað öldum saman.
Nú stuttu fyrir áramót var hinn virti og margverðlaunaði franski bakari, Remy Corbert, staddur á Íslandi að fræða íslenska bakara um súdeigs- og sætabrauðsbakstur.
Remy fór yfir mismunandi bökunartækni, áferðir og hönnun súrdeigsbrauða. Þá kenndi hann einnig aldagamlar franskar aðferðir við að rúlla vínarbrauðsdeig.
Námskeiðið var haldið af Iðunni fræðslusetri í samstarfi við Remy sem er yfirþjálfari norska bakaralandsliðsins og ef marka má myndir af afrakstri bakara á námskeiðinu eiga íslenskir bakarísunnendur von á góðu.
- Remy Corbert
- Axel Þorsteinsson bakari-, og konditor
- Steinn Óskar Sigurðsson leiðtogi matvæla- og veitingagreina pósar fyrir ljósmyndara
Litfögur vínarbrauð rúlluð eftir hundrað ára gamalli aðferð, vandlega löguð súrdeigsbrauð, croissant og brioche brauð með súkkulaði var á meðal þess sem Remy þjálfaði íslenska bakara í.
- Remy Corbert
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn2 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn7 dagar síðanJanúartilboð: Kjöt fyrir veitingastaði, mötuneyti og stóreldhús































































