Frétt
Myllan innkallar heimilisbrauð
Myllan hefur ákveðið með tilliti til neytendaverndar og í samráði við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur að innkalla heil Heimilisbrauð 770 g með best fyrir 27.01.2025 vegna aðskotahlutar sem sást á röntgenmyndum við hefðbundið gæðaeftirlit en mögulega er um að ræða brot úr peru.
Neytendum er bent á að neyta ekki 770 g Heimilisbrauðs með best fyrir dagsetningu 27.01.2025 heldur farga þeim eða skila í verslanir þar sem þau eru keypt eða til Myllunnar Blikastaðavegi 2.
Tegund innköllunar: Vara mögulega með aðskotahluti
Vöruheiti: Heimilisbrauð heilt 770 g
Vörunúmer: 1023
Umbúðir: Poki
Nettóþyngd: 770 g
Framleiðandi: Myllan
Best fyrir: 27.01.2025
Strikanúmer: 5690568010235
Dreifing: Verslanir um land allt
Neytendur sem keypt hafa vöruna skulu ekki neyta hennar, farga eða skila henni til verslunar eða til fyrirtækisins.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Lykill að starfsánægju: Hvernig forðumst við kulnun og eflum lífskraftinn?
-
Markaðurinn21 klukkustund síðan
90 cm gaseldavél til sölu