Markaðurinn
MS tekur vel á móti gestum landbúnaðarsýningarinnar
Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll dagana 14.-16. október en markmið hennar er að kynna íslenskan landbúnað fyrir almenningi og á sama tíma að leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Mjólkursamsalan er á meðal þeirra tæplega 100 sýnenda sem taka þátt í ár og er óhætt að segja að starfsfólk MS hlakki til að taka á móti þeim sem leggja leið sína í Laugardalinn um helgina.
Við ætlum að bjóða upp á úrval íslenskra osta, skyrsmakk og kynna nýjustu vörur okkar fyrir gestum og gangandi. Á meðal nýjunga er einstaklega ljúffengt og spennandi KEA skyr sem verður aðeins á markaði í nokkrar vikur og óhætt að segja að hönnun umbúðanna sé ólík öllu sem íslenskir skyraðdáendur hafa séð áður.
Nokkur ár eru síðan samskonar sýning var haldin og meðal þess sem gestum sýningarinnar verður boðið upp á er matur úr íslenskri sveit, þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu; tækjasýning úti og inni á ýmsum tækjum, tólum og vörum sem notuð eru við landbúnað og þá er afar áhugaverð fyrirlestradagskrá um íslenskan landbúnað.
Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Nemendur & nemakeppni4 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Frétt11 klukkustundir síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn6 klukkustundir síðan
Spennandi tækifæri