Markaðurinn
MS tekur vel á móti gestum landbúnaðarsýningarinnar
Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll dagana 14.-16. október en markmið hennar er að kynna íslenskan landbúnað fyrir almenningi og á sama tíma að leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Mjólkursamsalan er á meðal þeirra tæplega 100 sýnenda sem taka þátt í ár og er óhætt að segja að starfsfólk MS hlakki til að taka á móti þeim sem leggja leið sína í Laugardalinn um helgina.
Við ætlum að bjóða upp á úrval íslenskra osta, skyrsmakk og kynna nýjustu vörur okkar fyrir gestum og gangandi. Á meðal nýjunga er einstaklega ljúffengt og spennandi KEA skyr sem verður aðeins á markaði í nokkrar vikur og óhætt að segja að hönnun umbúðanna sé ólík öllu sem íslenskir skyraðdáendur hafa séð áður.
Nokkur ár eru síðan samskonar sýning var haldin og meðal þess sem gestum sýningarinnar verður boðið upp á er matur úr íslenskri sveit, þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu; tækjasýning úti og inni á ýmsum tækjum, tólum og vörum sem notuð eru við landbúnað og þá er afar áhugaverð fyrirlestradagskrá um íslenskan landbúnað.
Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni!
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun16 klukkustundir síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu






