Vertu memm

Markaðurinn

MS tekur vel á móti gestum landbúnaðarsýningarinnar

Birting:

þann

Harpa - MS

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 verður haldin í Laugardalshöll dagana 14.-16. október en markmið hennar er að kynna íslenskan landbúnað fyrir almenningi og á sama tíma að leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Mjólkursamsalan er á meðal þeirra tæplega 100 sýnenda sem taka þátt í ár og er óhætt að segja að starfsfólk MS hlakki til að taka á móti þeim sem leggja leið sína í Laugardalinn um helgina.

Við ætlum að bjóða upp á úrval íslenskra osta, skyrsmakk og kynna nýjustu vörur okkar fyrir gestum og gangandi. Á meðal nýjunga er einstaklega ljúffengt og spennandi KEA skyr sem verður aðeins á markaði í nokkrar vikur og óhætt að segja að hönnun umbúðanna sé ólík öllu sem íslenskir skyraðdáendur hafa séð áður.

Nokkur ár eru síðan samskonar sýning var haldin og meðal þess sem gestum sýningarinnar verður boðið upp á er matur úr íslenskri sveit, þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu; tækjasýning úti og inni á ýmsum tækjum, tólum og vörum sem notuð eru við landbúnað og þá er afar áhugaverð fyrirlestradagskrá um íslenskan landbúnað.

Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni!

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið