Vertu memm

Keppni

Móttaka fyrir Íslenska Kokkalandsliðið klukkan 17:30 í dag

Birting:

þann

Kokkalandsliðið á Ólympíuleikum matreiðslumeistara í Stuttgart í þýskalandi

Kokkalandsliðið 2020

Í tilefni þess að íslenska kokka landslið kemur heim núna eftir hádegi frá Ólympíuleikum Matreiðslumeistara með bestu árangur liðsins til þessa í alþjóðlegu stórmóti þá blæs Klúbbur matreiðslumeistara til móttöku fyrir velunnara liðsins og fjölskyldur.

Móttaka fyrir íslenska kokkalandsliðið klukkan 17:30 í dag.  Allir velkomnir.

Móttakan fer fram í húsi MATVÆLA- OG VEITINGAFÉLAG ÍSLANDS Stórhöfði 31, 110 Reykjavík – gengið inn fyrir neðan hús.

DAGSKRÁ

17:30 Forseti lýðveldisins, Guðni Th Jóhannesson kemur í hús

17:40 Kokkalandsliðið kemur í hús

17:50 Ávarp forseta lýðveldisins

Auglýsingapláss

18:00 Ávarp Atvinnu- og nýsköpunarráðherra

18:05 Ávarp Forseta Klúbbs matreiðslumeistara

Norðurlöndin í öllum efstu sætunum á Ólympíuleikum matreiðslumeistara – Ísland lenti í þriðja sæti í samanlögðum árangri allra landsliða leikunum

Íslenska kokkalandsliðið varð í þriðja sæti í samanlögðum árangri allra á Olympíuleikum matreiðslumeistara en verðlaunaafhending fór fram í gærmorgun. Liðið vann til gullverðlauna í öllum sínum keppnisgreinum og þegar árangur allra liða hafði verið lagður saman komst Ísland á verðlaunapallinn ásamt Noregi sem lenti í fyrsta sæti og Svíþjóð sem lentu í öðru sæti. Þannig má segja að þegar landslag matreiðslunnar á heimsvísu er skoða þá standa norðurlöndin öðrum framar. Samtals voru rúmlega þrjátíu lið sem unnu sér inn keppnis rétt á leikunum.

„Við höfum sýnt það á þessum Ólympíuleikum að þrátt fyrr það að búa ekki við sama stuðning og keppnislið norðurlandana þá erum við engir eftirbátar þeirra og við erum í fremstu röð á heimsvísu og þar ætlum við að vera.  Þetta hefði þó ekki verið hægt án allra þeirra sem leggja okkur lið í að komast hingað út. Ég verð sérstaklega að þakka Íslandsstofu, Ísey skyr og MS sem hafa verið með okkur í þessu verkefni og gert okkur kleift að ná þessum árangri“

Segir Björn Bragi Bragason, Forseti Klúbbs matreiðslumeistara sem er úti í Stuttgart með liðinu.

Kokkalandsliðið hefur æft stíft síðustu 8 mánuði fyrir keppnina. Hátt í fjögur tonn af búnaði var sendur til Þýskalands en liðið þarf að setja upp fullbúið eldhús á keppnisstaðnum. Þá er ótalið það hráefnið sem flytja þarf á staðinn en Kokkalandsliðið leggur áherslu á að nota sem mest af hágæða íslensku hráefni í matargerðina.

Ólympíuleikarnir, IKA Culinary Olympics, eru haldnir á fjögurra ára fresti og í ár fagnar keppnin 25 ára afmæli. Þar mætast um 2.000 af færustu kokkum heims sem keppa sín á milli um gull, silfur og brons verðlaun. Keppnin hefst 14. október og stendur til 19. október. Lið frá um 60 þjóðum keppa á leikunum. Kokkalandsliðið keppir í tveimur greinum, annars vegar er keppt í “Chef´s table” og hins vegar er keppt í heitum mat eða Hot Kitchen. Í keppninni um heitu réttina er útbúinn þriggja rétta matseðill með forrétt, aðalrétt og eftirrétt sem eldað er frá grunni á keppnisstað fyrir 110 gesti. Í Chef´s table er framreiddur 7 rétta hátíðarkvöldverður fyrir 10 manna borð, auk tveggja dómara. Kvöldverðurinn samanstendur m.a. af fiskréttafati, pinnamat, vegan rétt, lambakjöti og desert. Dómarar alls staðar að úr heiminum með tilheyrandi réttindi dæma í keppnunum þar sem meðal annars er tekið mið af bragði, útliti, samsetningu, hráefnisvali og fagmennsku við undirbúning og matargerð.

Auglýsingapláss

Íslenska kokkalandsliðið hefur síðustu ár skipað sér meðal þeirra færustu í matreiðslu og er nú meðal 6 bestu kokkalandsliða heims.
Í Kokkalandsliðinu eru: Sigurjón Bragi Geirsson, þjálfari Kokkalandsliðsins, Björn Bragi Bragason, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara, Kristinn Gísli Jónsson, Snorri Victor Gylfason, Sindri Guðbrandur Sigurðsson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir, Ísak Darri Þorsteinsson, Jakob Zarioh Sifjarson Baldvinsson, Ísak Aron Ernuson og Chidapha Kruasaeng. Auk þess fóru með út aðstoðarmenn: Ari Þór Gunnarsson, Aþena Þöll Gunnarsdóttir, Dagur Hrafn Rúnarsson, Guðmundur Halldór Bender, Kristján Örn Hansson, Valur Bergmundsson, Jón Þór Friðgeirsson, Ragnar Marínó Kjartansson og Ívar Kjartansson.

Sjá fleiri fréttir hér.

Mynd: aðsend

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið