Viðtöl, örfréttir & frumraun
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
Veitingastaðurinn Monkeys verður með PopUp á Hótel Vesturlandi helgina 24. og 25. janúar næstkomandi.
„Við á Hótel Vesturlandi ætlum að byrja árið með trompi og fáum til okkar PopUp frá hinum margrómaða veitingastaðnum Monkeys.“
Sagði Halldóra Guðjónsdóttir framreiðslumaður og hótelstjóri á Hótel Vesturlandi.
Hótel Vesturland er staðsett í Borgarnesi. Á hótelinu eru 81 herbergi, fundarsalur, spa, líkamsrækt, bar og glæsilegur veitingastaður, Nes Brasserie.
Matreiðslumaðurinn Snorri Grétar kemur með hóp matreiðslumanna frá veitingastaðnum Monkeys í Reykjavík. Boðið verður uppá framandi signature 6 rétta seðil sem er undir áhrifum frá svokallaðri Nikkei matreiðslu þar sem japanskar martreiðsluhefðir blandast við perúískar.
Monkeys er smáréttastaður með mikið úrval framandi rétta sem eru undir áhrifum frá Perú og Japan. Nikkei matreiðsla er heiti á matargerðinni sem ræður ríkjum á staðnum. Hún á uppruna sinn að rekja til seinni hluta 19. aldar þegar japanskir innflytjendur hófu að setjast að í Perú í töluverðum mæli.
Þar blönduðust aldagamlar matreiðsluaðferðir frá Japan saman við fjölbreytta matarkistu Perú. Nikkei matreiðsla sameinar það besta úr hvorri matargerð s.s. virðingu fyrir hráefninu og samsetningu framandi bragðtegunda. Þannig voru japanskir réttir tengdir bragði og eldunaraðferðum frumbyggja í Perú á aðdáunarverðan hátt.
Þessi blanda felur í sér það besta úr glæsilegri og fíngerðri matarmenningu Japana ásamt afburða fersku hráefni blandað kryddtöfrum frá Perú.
„Minnum fólk á að vera tímanlega í að bóka borð þar sem spennan er mikil og það bókast vel á viðburðinn,“
sagði Halldóra að lokum.
Hægt er að bóka í gegnum Dineout.is með því að smella hér.
Heimasíða hótelsins: www.hotelvesturland.is
Hótel Vesturland
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni3 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt5 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Rafn Heiðar Ingólfsson tekur við sem veitingastjóri Olís – Rafn Heiðar: Cuisine.is verður óbreytt – gæluverkefni sem fær nægan tíma
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Kokteilar og smáréttir í nýjum búningi: Nýtt franskt brasserie opnar í Uppsala
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bolludagurinn – Choux au Craquelin með jarðarberjarjóma
-
Keppni2 dagar síðan
Leó Snæfeld Pálsson sigraði Tipsý og Bulleit kokteilkeppnina með drykknum Pink Pop
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Frægur vínsafnari hreinsaður af ásökunum um fölsuð vín
-
Nemendur & nemakeppni14 klukkustundir síðan
Tólf nemendur í matartækni hjá VMA