Markaðurinn
Mjólkursamsalan vinnur verðlaun fyrir nýtt KEA skyr á alþjóðlegri matvælasýningu
Matvælasýningin International Food Contest 2019 fer fram þessa dagana í Herning í Danmörku en meðal þátttakenda eru fjölmörg evrópsk mjólkursamlög á borð við Mjólkursamsöluna, Arla, Løgismose and Meyers og Hobro Mejeri.
KEA skyr með mangó í botni dósarinnar var valið besta skyr keppninnar og hlaut þar af leiðandi sérstök heiðursverðlaun. Langt og strangt gæðamat dómara fer fram áður en verðlaunin eru tilkynnt og er þar m.a. horft til bragðs, útlits og áferðar skyrsins. Mjólkursamsalan fékk að auki 11 verðlaun fyrir aðrar skyrtegundir en 63 vörur kepptu í skyrflokknum.
Þessi verðlaun eru sérstaklega ánægjuleg fyrir þær sakir að í sumar kynnti MS sumar nýtt og endurbætt KEA skyr í tilefni þess að 30 ár eru liðin frá því að skyrið kom fyrst á markað. Meðal nýjunga voru tvær tegundir af hreinu skyri með bragðgóðum ávöxtum í botni dósarinnar, annars vegar mangó og hins vegar jarðarber. Íslendingar hafa tekið nýja KEA skyrinu fagnandi og óhætt að segja að það sama hafi verið uppi á teningnum hjá dómurunum í Herning.
Heildarlisti yfir verðlaun Mjólkursamsölunnar á matvælasýningunni International Food Contest 2019:
Heiðursverðlaun
KEA skyr – mangó í botni 200gr
Gullverðlaun
Ísey skyr – kókos 170g
Ísey skyr – jarðarber 500g
Ísey skyr – bláber & hindber 500g
KEA skyr – jarðarber í botni 200g
KEA skyr kolvetnaskert – jarðarber og bananar 200 g
Silfurverðlaun
KEA skyr kolvetnaskert – vanilla 200g
Ísey skyr – bökuð epli 170g
Ísey skyr – jarðarberjabaka 170g
Bronsverðlaun
Ísey skyr – vanilla 170g
KEA skyr kolvetnaskert – kaffi og vanilla 200g
Ísey próteindrykkur – jarðarber og bananar 300ml
Myndir: aðsendar / Tony Brøchner
-
Markaðurinn2 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni3 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Markaðurinn2 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Markaðurinn3 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Markaðurinn2 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn1 dagur síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra









