Markaðurinn
Mjólkursamsalan á Landbúnaðarsýningunni
Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll dagana 12.-14. október en markmið hennar er að kynna íslenskan landbúnað fyrir almenningi og á sama tíma að leiða saman fyrirtæki og einstaklinga sem starfa í atvinnugreininni. Mjólkursamsalan er á meðal þeirra tæplega 100 sýnenda sem taka þátt í ár og er óhætt að segja að starfsfólk MS hlakki til að taka á móti þeim sem leggja leið sína í Laugardalinn um helgina.
Við ætlum að bjóða upp á úrval Dala- og Óðalsosta, skyrsmakk og kynna nýjustu vörur okkar fyrir gestum og gangandi en þar á meðal eru ljúffengar bakaðar ostakökur sem munu koma skemmtilega á óvart.
Mörg ár eru síðan samskonar sýning var haldin og meðal þess sem gestum sýningarinnar verður boðið upp á er matur úr íslenskri sveit, þar sem fjölmörg fyrirtæki kynna hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu; tækjasýning úti og inni á ýmsum tækjum, tólum og vörum sem notuð eru við landbúnað og þá er afar áhugaverð fyrirlestradagskrá um íslenskan landbúnað.
Sjáumst á Landbúnaðarsýningunni!

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni3 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Keppni4 dagar síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Keppni3 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Lítill og ljúfur Sveitabiti er mættur á svæðið