Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mjög erfitt að finna faglært og vant fólk í veitingageiranum
Eftir tvö til þrjú ár verða bara útlendingar að vinna í eldhúsum á Íslandi,
segir Örn Garðarsson, matreiðslumeistari og eigandi Soho veitingaþjónustu í Reykjanesbæ í samtali við Víkurfréttir.
Við auglýstum eftir sérhæfðu starfsfólki til að vinna á kaffihúsinu en enginn slíkur sótti um. Svo fékk ég lista af fólki frá Vinnumálastofnun og á honum var eitthvað um vant fólk. Það var samt erfitt að fá það til að koma í viðtal og byrja að vinna en sem betur fer fékk ég nokkra starfsmenn af þeim lista,
segir hann.
Örn segir kollega sína einnig finna fyrir því að erfitt sé að ráða fólk til vinnu.
Þetta er sérstaklega erfitt hérna á Suðurnesjum og reyndar líka á höfuðborgarsvæðinu.
Örn hefur rekið veisluþjónustu frá árinu 2007 og kveðst ekki hafa þurft mikið að auglýsa eftir fólki.
Fólk hefur svona dottið hingað inn. Auðvitað hefur maður stundum auglýst en það kemur mjög sjaldan eitthvað út úr því. Flestir hafa sótt um og það hefur þá hitt þannig á að ég er að leita að fólki.
Á vef Víkurfrétta segir að þegar ekki tekst að fá reynt fólk til vinnu hefur Örn leyst málin þannig að ráða fólk án reynslu og veitt því þjálfun.
Það er oft það sem við verðum að gera. Maður finnur fljótt hvort fólk hafi áhuga eða ekki og ef ef það hefur áhuga er það hið besta mál.
Þessa dagana vantar Örn kokk en ætlar ekki að auglýsa eftir honum.
Ég vil frekar bara finna hann sjálfur.
Greint frá á vf.is.
Mynd: Smári
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni4 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni9 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni3 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný