Freisting
Miskilningurinn með karrí og fleira því tengt
Oft hef ég rekið mig á það að fólk haldi að karrí sé einhver kryddjurt sem vaxi bara úti í náttúrinni og sé bara þurrkuð og sett á stauka, en svo er fjarri, og get ég viðurkennt það sjálfur að ég hélt það þar til ég fór að lesa mig til um það.
En núna ætla ég að reyna fræða ykkur um karrí og fleira sem er því tengt, svo að þetta sé alveg á hreinu hvað karrí er og hvaðan það kemur.
En heitið karrí er komið af orði úr tamílamáli , kari sem þýðir sósa, og á Indlandi er þetta eiginlega samheiti á ýmiss konar kryddblöndum sem notaðar eru í matargerð og jafnan blandaðar á staðnum. Slíkar blöndur geta verið mjög mismunandi og fer það eftir samsetningu og styrkleika. Þær geta verið missterkar eftir því hvar þú ert staddur í heiminum.
Þær kryddtegundir sem þú finnur í flestum karríblöndum eru túrmerik,sem gefur blöndunni þann lit sem oftast einkennir hana, pipar, chilipipar, kummin, kóríander, tamarind, fennika, engifer og múskat. Aðrar kryddtegundir sem stundum eru hafðar með eru meðal annars ginseng, asafoetida, fenugreek, basilíka, karrílauf, kardimommur, mustarðkorn, kanell, negull, masi og ajowan og fjöldin allur af öðrum kryddum.
Það er ekki síst chilimagnið sem ræður því hversu sterkt karríið er. Möguleikarnir eru nánast endalausir og í Indlandi fer það mjög mikið eftir hvaða landshluta þú ert í hvernig það er.
Ekki er kryddbalandan heldur alltaf dökkgul, hún getur einnig verið ljós,rauð og jafnvel grænleit.
Í Austurlöndum er kryddið yfirleitt blandað heima í eldhúsi og er allt nýmalað, en á Vesturlöndum er yfirleitt um tilbúnar kryddblöndur að ræða, ýmist sem duft eða mauk. Ekki ætla ég að fara út í hvernig á að nota karrí því það eru óteljandi útfærslunar sem hægt er að nota það í.
En svo er til annað sem heitir karrílauf sem er allt annað, það er ilmrík og gljáandi blöð af smávöxnu tré af sítrusætt sem vex á Indlandi og víðar og er skylt sítrónutrénu. Þau minnir töluvert á lárviðarlauf í útliti en bragðið er allt annað. Þau eru mikið notuð í Indverska matargerð, einkum á Suður- Indlandi þar sem þau eru kölluð kari phulia eða nim.
Þar eru blöðin nær eingöngu notuð fersk og oftast sett nýtínd í pottinn, enda vex tréið villt og í görðum mjög víða, enn á Vesturlöndum eru þau frekar sjald séð og fást oftast aðeins þurrkuð.
Vegna nafsins halda margir að laufin séu undirstöðukrydd í öllum karríblöndum en það er ekki svo.
Ég ætla að vona að ég hafi frætt ykkur eitthvað smá um hvað og úr hverju karrí er blandað úr.
Höfundur:
Hinrik Carl Ellertsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Frétt5 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Frétt5 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt