Frétt
Minnkandi fiskneysla hjá ungum konum áhyggjuefni – Myndir og vídeó
Í erindi sínu „Er fiskur í matinn?“ á málþingi Matís sem haldin var nú á dögunum vakti Kolbrún Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, athygli á minnkandi fiskneyslu Íslendinga sem er ákveðið áhyggjuefni. Samkvæmt ráðleggingu Embættis landlæknis ættum við að borða fisk a.m.k. tvisvar til þrisvar í viku, enda er fiskurinn góður próteingjafi og inniheldur önnur mikilvæg næringarefni, t.d. steinefnin selen og joð.
Feitur fiskur er svo sérstaklega auðugur af D vítamínum og löngum omega-3 fitusýrum. Þessa næringarblöndu er einmitt að finna í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi.
Á meðan almenn fiskneysla er heldur lág á meðal Íslendinga, þá er hún töluvert lægri hjá konum en körlum. Þannig fylgja 44% karla ráðleggingum landlæknis varðandi fiskneyslu, en einungis 34% kvenna.
„Þá er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar horft til ungra kvenna á barneignaraldri, en innan við 1% kvenna á aldrinum 18-39 ára fylgir þessum ráðleggingum.
Steinefnið Joð hefur mikil áhrif á starfsemi taugakerfis og framleiðslu skjaldkirtilshormóna en þegar kemur að konum á barneignaaldri er joð nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og þroska fósturs.“
Segir Kolbrún í erindi sínu og veltir fyrir sér ástæðunni fyrir þessari minnkandi fiskneyslu og skoðar nokkra þætti, þá sérstaklega framsetningu, upplifun neytenda, viðhorf og venjur. Hún bendir jafnframt á að Íslendingar borða að jafnaði þrefalt meira kjötmeti en fiskmeti og yfirleitt verða kjötréttir fyrir valinu þegar fólk vill gera sérstaklega vel við sig.
Þá veltir hún líka fyrir sér af hverju fiskurinn sé ekki markaðssettur meira sem hollustuvara þegar slíkar auglýsingar eru afar áberandi í samfélaginu. Það er alla vega ljóst að minnkandi fiskneysla, og þá sérstaklega á meðal ungra kvenna, er áhyggjuefni sem þyrfti að kanna mun betur.
Málþing Matís „Hvað verður í matinn?“ fór fram í Norðurljósasal Hörpu, föstudaginn 31. maí en líkt og áður voru matvælarannsóknir í brennidepli og framtíð matvælaframleiðslu. Bergur Ebbi var fundarstjóri, en á meðal annarra fyrirlesara voru Dirk Carrez, framkvæmdastjóri Biobased Industries Consortium og Ólavur Gregersen stofnandi og framvkæmdastjóri Ocean Rainforest, sem er í fararbroddi á heimsvísu í verðmætasköpun í stórþörungarækt.
Útsendingu frá málþinginu er hægt að horfa á í spilaranum hér að neðan (hefst 15:30)
Myndir og vídeó: matis.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Ný vefbók fyrir matvælakennslu og áhugafólk um matreiðslu – Þér er boðið í útgáfupartý
-
Keppni2 dagar síðan
Ertu lærður matreiðslumaður eða matreiðslunemi og langar til að komast í ungkokkalandsliðið?
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Fyrsti viðburður ársins hjá Kampavínsfjelaginu – 6 rétta matseðill með kampavíns pörun
-
Keppni1 dagur síðan
Þessir veitingastaðir og Íslendingar eru tilnefndir til BCA 2025 – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Uppskrift – Poke skál með kjúklingi og salatosti
-
Keppni5 dagar síðan
Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bóndadagurinn nálgast
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hákarl á þorrabakkann