Vertu memm

Frétt

Minnkandi fiskneysla hjá ungum konum áhyggjuefni – Myndir og vídeó

Birting:

þann

Minnkandi fiskneysla hjá ungum konum áhyggjuefni - Myndir og vídeó

Í erindi sínu „Er fiskur í matinn?“ á málþingi Matís sem haldin var nú á dögunum vakti Kolbrún Sveinsdóttir, sérfræðingur hjá Matís, athygli á minnkandi fiskneyslu Íslendinga sem er ákveðið áhyggjuefni. Samkvæmt ráðleggingu Embættis landlæknis ættum við að borða fisk a.m.k. tvisvar til þrisvar í viku, enda er fiskurinn góður próteingjafi og inniheldur önnur mikilvæg næringarefni, t.d. steinefnin selen og joð.

Feitur fiskur er svo sérstaklega auðugur af D vítamínum og löngum omega-3 fitusýrum. Þessa næringarblöndu er einmitt að finna í fáum öðrum matvælum en sjávarfangi.

Minnkandi fiskneysla hjá ungum konum áhyggjuefni - Myndir og vídeó

Á meðan almenn fiskneysla er heldur lág á meðal Íslendinga, þá er hún töluvert lægri hjá konum en körlum. Þannig fylgja 44% karla ráðleggingum landlæknis varðandi fiskneyslu, en einungis 34% kvenna.

„Þá er þetta sérstaklega mikið áhyggjuefni þegar horft til ungra kvenna á barneignaraldri, en innan við 1% kvenna á aldrinum 18-39 ára fylgir þessum ráðleggingum.

Steinefnið Joð hefur mikil áhrif á starfsemi taugakerfis og framleiðslu skjaldkirtilshormóna en þegar kemur að konum á barneignaaldri er joð nauðsynlegt fyrir eðlilegan vöxt og þroska fósturs.“

Segir Kolbrún í erindi sínu og veltir fyrir sér ástæðunni fyrir þessari minnkandi fiskneyslu og skoðar nokkra þætti, þá sérstaklega framsetningu, upplifun neytenda, viðhorf og venjur. Hún bendir jafnframt á að Íslendingar borða að jafnaði þrefalt meira kjötmeti en fiskmeti og yfirleitt verða kjötréttir fyrir valinu þegar fólk vill gera sérstaklega vel við sig.

Minnkandi fiskneysla hjá ungum konum áhyggjuefni - Myndir og vídeó

Þá veltir hún líka fyrir sér af hverju fiskurinn sé ekki markaðssettur meira sem hollustuvara þegar slíkar auglýsingar eru afar áberandi í samfélaginu. Það er alla vega ljóst að minnkandi fiskneysla, og þá sérstaklega á meðal ungra kvenna, er áhyggjuefni sem þyrfti að kanna mun betur.

Málþing Matís „Hvað verður í matinn?“ fór fram í Norðurljósasal Hörpu, föstudaginn 31. maí en líkt og áður voru matvælarannsóknir í brennidepli og framtíð matvælaframleiðslu. Bergur Ebbi var fundarstjóri, en á meðal annarra fyrirlesara voru Dirk Carrez, framkvæmdastjóri Biobased Industries Consortium og Ólavur Gregersen stofnandi og framvkæmdastjóri Ocean Rainforest, sem er í fararbroddi á heimsvísu í verðmætasköpun í stórþörungarækt.

Útsendingu frá málþinginu er hægt að horfa á í spilaranum hér að neðan (hefst 15:30)

Myndir og vídeó: matis.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið