Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikropolis á Slippbarnum
Slippbarinn gerist svo lukkulegur að fá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn til liðs við sig dagana 3. – 6. september þegar Morten Bruun, eigandi Mikropolis og hans hægri hönd Barnardo Salazar De Sousa leika listir sínar.
Er þetta einstakt tækifæri fyrir bjóráhugafólk sem annað áhugafólk um drykkjarmenningu til að smakka einstaka drykki sem ekki hafa áður verið bragðað á á landinu.
Mikropolis er á vegum Mikkeller brugghúss í Kaupmannahöfn og er þekktur fyrir að sneiða framhjá stærstu áfengisframleiðendunum og nota faglega og vandlega valinn bjór og spírítus frá litlum brugghúsum hvaðanæva úr heiminum í drykkina sína.
Dagskráin er spennandi en þeir félagar munu hafa meðferðis sjaldséðan bjór og danskan mat.
3. september munu þeir bjóða gestum upp á drykki af sinni alkunnu snilld.
4. september verða þeir með námskeið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilsnilli með gestum.
5. september verða þeir með uppákomu á Aurora Bar á Icelandair hótel Akureyri
6. september er lokakvöldið er þeir taka alveg yfir Slippbarinn og gefst gestum kostur á að smakka dýrðina langt fram eftir kvöldi.
Borðapantanir í síma 560 8080 eða á [email protected]
Heimasíða Slippbarsins.
Mynd: aðsend
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun10 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi