Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Mikropolis á Slippbarnum

Birting:

þann

Mikropolis á Slippbarnum

Slippbarinn gerist svo lukkulegur að fá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn til liðs við sig dagana 3. – 6. september þegar Morten Bruun, eigandi Mikropolis og hans hægri hönd Barnardo Salazar De Sousa leika listir sínar.

Er þetta einstakt tækifæri fyrir bjóráhugafólk sem annað áhugafólk um drykkjarmenningu til að smakka einstaka drykki sem ekki hafa áður verið bragðað á á landinu.

Mikropolis er á vegum Mikkeller brugghúss í Kaupmannahöfn og er þekktur fyrir að sneiða framhjá stærstu áfengisframleiðendunum og nota faglega og vandlega valinn bjór og spírítus frá litlum brugghúsum hvaðanæva úr heiminum í drykkina sína.

Dagskráin er spennandi en þeir félagar munu hafa meðferðis sjaldséðan bjór og danskan mat.

3. september munu þeir bjóða gestum upp á drykki af sinni alkunnu snilld.

4. september verða þeir með námskeið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilsnilli með gestum.

5. september verða þeir með uppákomu á Aurora Bar á Icelandair hótel Akureyri

6. september er lokakvöldið er þeir taka alveg yfir Slippbarinn og gefst gestum kostur á að smakka dýrðina langt fram eftir kvöldi.

Borðapantanir í síma 560 8080 eða á [email protected]

Heimasíða Slippbarsins.

 

Mynd: aðsend

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið