Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikropolis á Slippbarnum
Slippbarinn gerist svo lukkulegur að fá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn til liðs við sig dagana 3. – 6. september þegar Morten Bruun, eigandi Mikropolis og hans hægri hönd Barnardo Salazar De Sousa leika listir sínar.
Er þetta einstakt tækifæri fyrir bjóráhugafólk sem annað áhugafólk um drykkjarmenningu til að smakka einstaka drykki sem ekki hafa áður verið bragðað á á landinu.
Mikropolis er á vegum Mikkeller brugghúss í Kaupmannahöfn og er þekktur fyrir að sneiða framhjá stærstu áfengisframleiðendunum og nota faglega og vandlega valinn bjór og spírítus frá litlum brugghúsum hvaðanæva úr heiminum í drykkina sína.
Dagskráin er spennandi en þeir félagar munu hafa meðferðis sjaldséðan bjór og danskan mat.
3. september munu þeir bjóða gestum upp á drykki af sinni alkunnu snilld.
4. september verða þeir með námskeið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilsnilli með gestum.
5. september verða þeir með uppákomu á Aurora Bar á Icelandair hótel Akureyri
6. september er lokakvöldið er þeir taka alveg yfir Slippbarinn og gefst gestum kostur á að smakka dýrðina langt fram eftir kvöldi.
Borðapantanir í síma 560 8080 eða á [email protected]
Heimasíða Slippbarsins.
Mynd: aðsend
![]()
-
Markaðurinn3 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn4 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni2 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Frétt4 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Markaðurinn2 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA






