Smári Valtýr Sæbjörnsson
Mikropolis á Slippbarnum
Slippbarinn gerist svo lukkulegur að fá Mikropolis bar í Kaupmannahöfn til liðs við sig dagana 3. – 6. september þegar Morten Bruun, eigandi Mikropolis og hans hægri hönd Barnardo Salazar De Sousa leika listir sínar.
Er þetta einstakt tækifæri fyrir bjóráhugafólk sem annað áhugafólk um drykkjarmenningu til að smakka einstaka drykki sem ekki hafa áður verið bragðað á á landinu.
Mikropolis er á vegum Mikkeller brugghúss í Kaupmannahöfn og er þekktur fyrir að sneiða framhjá stærstu áfengisframleiðendunum og nota faglega og vandlega valinn bjór og spírítus frá litlum brugghúsum hvaðanæva úr heiminum í drykkina sína.
Dagskráin er spennandi en þeir félagar munu hafa meðferðis sjaldséðan bjór og danskan mat.
3. september munu þeir bjóða gestum upp á drykki af sinni alkunnu snilld.
4. september verða þeir með námskeið þar sem þeir miðla af þekkingu sinni og lífsskoðunum á bjórgerð og kokteilsnilli með gestum.
5. september verða þeir með uppákomu á Aurora Bar á Icelandair hótel Akureyri
6. september er lokakvöldið er þeir taka alveg yfir Slippbarinn og gefst gestum kostur á að smakka dýrðina langt fram eftir kvöldi.
Borðapantanir í síma 560 8080 eða á [email protected]
Heimasíða Slippbarsins.
Mynd: aðsend
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Keppni5 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Keppni20 klukkustundir síðan
Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
-
Keppni2 dagar síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Keppni3 dagar síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný