Viðtöl, örfréttir & frumraun
Miklar framkvæmdir í Fiskbúð Fjallabyggðar – Valgerður: „Endurnýjuðum í rauninni allt í vinnslunni.“
Miklar framkvæmdir standa yfir í Fiskbúð Fjallabyggðar sem staðsett er við Aðalgötu 27 á Siglufirði. Eigendur fiskbúðarinnar, eru þau Valgerður Þorsteinsdóttir og Hákon Sæmundsson matreiðslumaður.
„Árið 2019 byrjuðum við á framkvæmdum og tókum búðar hlutann í gegn. Áætlað var að taka vinnslu hlutann árið 2020, en eins og flestir muna þá skall covid-ið á og framkvæmdum var frestað þar til nú í ár.“
Sagði Valgerður Þorsteinsdóttir í samtali við veitingageirinn.is.
Sjá einnig (Frétt frá: 30. júní 2019): Fiskbúðin í Fjallabyggð opnuð á ný eftir töluverðar breytingar
Allt vinnslugólfið var brotið upp og jafnað. Frystirinn og kælirinn frá miðri síðustu öld fengu hvíldina góðu og nýir „walk-in“ kæli-, og frystiklefi frá Verslunartækni komnir í staðinn.
„Endurnýjuðum í rauninni allt í vinnslunni.“
Sagði Valgerður.
Opnunin seinkaði aðeins, en áætlað var að opna nú um miðjan júní en framkvæmdirnar voru meiri en ætlað var. Áætlað er að opna í kringum mánaðarmótin júní/júlí.
Opnunartíminn verður mán. – föst. frá klukkan 11 til 17 og verður einnig opið um helgar ef veður leyfir og þegar hátíðir eru í bænum. Fiskbúðin býður upp á glæsilegt fiskborð og klassíska breska réttinn Fish & chip sem hægt er að borða á staðnum eða í „Take away“.
Mynd: Smári / Veitingageirinn.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn4 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn1 dagur síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






