Frétt
Mikill munur á afkomu hótela eftir landshlutum
Ný könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018, sem KPMG vann fyrir Ferðamálastofu, sýnir verulegan mun á afkomu fyrirtækja í Reykjavík og á landsbyggðinni.
Samanburður við fyrri ár sýnir að afkoman hefur farið lækkandi öll árin frá 2016 bæði í Reykjavík og úti á landi.
Könnunin var gerð í framhaldi af úttekt sem Ferðamálastofa fól KPMG að gera á rekstri fyrirtækja á fyrri hluta ársins 2018. Niðurstöður þóttu áhugaverðar og mikil umræða skapaðist um stöðu greinarinnar í kjölfar birtingar hennar. Því var talin ástæða til að endurtaka könnunina og fá fram upplýsingar um rekstur alls ársins 2018.
Taprekstur fyrir vestan og norðan
Samanburður við ári 2017 leiðir í ljós að rekstrarhagnaður sem hlutfall af tekjum var því sem næst óbreyttur í Reykjavík (12,6-12,7%) en lækkaði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Á Vesturlandi dró úr rekstrartapi. Á Norðurlandi urðu ekki miklar breytingar á milli ára en þar er einnig tap. Þátttaka var misgóð eftir landshlutum og vert að hafa það í huga þegar niðurstöður eru túlkaðar.
Laun hærra hlutfall út á landi
Laun sem hlutfall af tekjum eru að jafnaði hærra hlutfall af tekjum hjá hótelum á landsbyggðinni en í Reykjavík. Laun sem hlutfall af tekjum námu 44,8% hjá hótelum á landsbyggðinni 2018 en þetta hlutfall var 36,3% í Reykjavík. Veitingasala er almennt hærra hlutfall af tekjum hjá fyrirtækjum úti á landi er í Reykjavík og skýrir það að hluta hærri launakostnað.
Niðurstöður fyrir fleiri greinar síðar á árinu
Beiðni um upplýsingar var send til fyrirtækja í hótelrekstri, bílaleiga, hópferðafyrirtækja, ferðaskrifstofa og afþreyingarfyrirtækja. Skil á gögnum voru best frá hótelfyrirtækjum og því var ákveðið að vinna úr þeim helstu upplýsingar og birta nú. Síðar á árinu, þegar upplýsinga frá öðrum rekstrareiningum hefur verið aflað, mun umfjöllun um ferðaþjónustuna í heild verða birt. Umfjöllun þessi innifelur því aðeins upplýsingar um afkomu hótelfyrirtækja.
Skýrslan í heild:
Könnun á afkomu hótelfyrirtækja 2018 með samanburði við fyrri ár.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or1 dagur síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Keppni2 dagar síðan
Daníel Oddsson á Jungle hreppti Bláa Safírinn 2025 – Myndaveisla
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt5 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun