Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
Áframhaldandi uppbygging eru áformuð við sveitasetrið á Hofsstöðum (hótels) með gistirými, gestamóttöku og veitingaþjónustu á landsvæði Hofsstaða í Skagafirði neðan þjóðvegar nr. 76, Siglufjarðarvegar.
Sveitasetrið Hofsstaðir er fjölskyldurekið sveitahótel sem hóf starfsemi sína árið 2010 og er staðsett á kyrrlátum stað í fallegu umhverfi við bakka Héraðsvatna í Skagafirði, með fallegu útsýni til lands og sjávar. Gestgjafar eru Þórólfur Sigjónsson og Guðný Vésteinsdóttir.
Sveitasetrið býður upp á 30 notaleg 26 fm herbergi með baði og verönd. Einnig eru í boði 3 herbergi með baði í bændagistingu á Hofsstöðum.
Á Sveitasetrinu er veitingastaður þar sem eigin framleiðsla og hráefni úr heimabyggð er í fyrirrúmi.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 27. fundi sínum þann 15. maí 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir Hofsstaði, sjá nánar hér í skipulagsgáttinni.
- Þrívíddarmynd frá vestri
- Þrívíddarmynd frá austri
Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma á framfæri ábendingum varðandi deiliskipulagstillögunnar. Umsagnir skulu vera skriflegar og berast í gegnum Skipulagsgáttina í síðasta lagi 29. janúar 2025.
Myndir: skagafjordur.is/hofsstadir.is

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.