Vertu memm

Frétt

Mikil búbót fyrir veitingageirann – Stefnir í metár skemmtiferðaskipa

Birting:

þann

Skemmtiferðaskip

Koma skemmtiferðaskipa hefur reynst mikil búbót fyrir veitingageirann en í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80%.

Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Ferðamálastofu á væntanlegu umfangi í komum skemmtiferðaskipa.

Upplýsinga var aflað hjá sex þeirra hafna sem eru stærstar í komum skemmtiferðaskipa en þær tóku á móti um um 92% heildarfjölda farþega slíkra skipa síðasta árið fyrir Covid, þ.e. 2019.

Veisluþjónusta - Banner

Sé litið nokkur ár aftur í tímann, eða til ársins 2017, má glögglega sjá hversu mikill vöxturinn hefur verið. Þannig gerir áætlun yfirstandandi árs ráð fyrir 115% fjölgun skráðra farþega og 103% fleiri skipakomum en árið 2017. Meðalstærð skemmtiferðaskipa sem hingað koma hefur einnig verið að aukast.

Samtals gera hafnirnar 6 sem um ræðir ráð fyrir beinum tekjum upp á tæpa 2,4 milljarða á árinu. Áætlaður tekjuvöxtur milli áranna 2022 og 2023 er 42% . Engar óbeinar tekjur eða tekjur annarra aðila innanlands eru inni í þessum tölum, s.s. tekjur veitingastaða, ferðaþjónustufyrirtækja ofl.

Greininguna í heild má nálgast hér fyrir neðan, en hana er einnig hægt að nálgast á vef Ferðamálastofu og einnig á pdf skjali:

Mynd: úr safni

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið