Frétt
Mikil búbót fyrir veitingageirann – Stefnir í metár skemmtiferðaskipa
Koma skemmtiferðaskipa hefur reynst mikil búbót fyrir veitingageirann en í ár má gera ráð fyrir um um helmingi fleiri komum skemmtiferðaskipa í íslenskar hafnir en í fyrra og að farþegum fjölgi um allt að 80%.
Því er ekki ofmælt að stefni í afgerandi metár í þessari grein ferðaþjónustu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri greiningu Ferðamálastofu á væntanlegu umfangi í komum skemmtiferðaskipa.
Upplýsinga var aflað hjá sex þeirra hafna sem eru stærstar í komum skemmtiferðaskipa en þær tóku á móti um um 92% heildarfjölda farþega slíkra skipa síðasta árið fyrir Covid, þ.e. 2019.
Sé litið nokkur ár aftur í tímann, eða til ársins 2017, má glögglega sjá hversu mikill vöxturinn hefur verið. Þannig gerir áætlun yfirstandandi árs ráð fyrir 115% fjölgun skráðra farþega og 103% fleiri skipakomum en árið 2017. Meðalstærð skemmtiferðaskipa sem hingað koma hefur einnig verið að aukast.
Samtals gera hafnirnar 6 sem um ræðir ráð fyrir beinum tekjum upp á tæpa 2,4 milljarða á árinu. Áætlaður tekjuvöxtur milli áranna 2022 og 2023 er 42% . Engar óbeinar tekjur eða tekjur annarra aðila innanlands eru inni í þessum tölum, s.s. tekjur veitingastaða, ferðaþjónustufyrirtækja ofl.
Greininguna í heild má nálgast hér fyrir neðan, en hana er einnig hægt að nálgast á vef Ferðamálastofu og einnig á pdf skjali:
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn3 klukkustundir síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Frétt4 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Pistlar3 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var