Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík
Miklar og metnaðarfullar endurbætur hafa verið gerðar á veitingadeild hjá Hótel Keflavík, nýtt eldhús með nýjum græjum, nýr bar sem hefur fengið heitið KEF bar. Nýi veitingastaðurinn heitir KEF restaurant og að auki er endurbættur veitingasalur með Bistro stemningu þar sem hægt er að slappa af, fá sé góðan bjór, hamborgara og fleira góðgæti og horfa á helstu íþróttaviðburði í beinni á risaskjá.
Rekstrarstjóri er Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík. Magnús Ólafsson matreiðslumaður er veitingastjóri, Jón Gunnar Erlingsson matreiðslumaður er hægri hönd Steinþórs þ.e. aðstoðar-rekstrarstjóri.
Yfirmatreiðslumaður er Óli Már Erlingsson. Óli lærði fræðin sín hjá Fiskfélaginu og útskrifaðist árið 2012. Óli hefur starfað á Sjávarkjallaranum, Mat og Drykk út á Granda, Tapas húsinu svo fátt eitt sé nefnt.
Óli leggur áherslu á að nýta hráefni úr nánasta umhverfi á matseðil staðarins.
Myndir: facebook / KEF restaurant
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun9 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn3 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir





















