Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Metnaðarfullir fagmenn við stjórnvölinn á nýjum veitingastað í Keflavík
Miklar og metnaðarfullar endurbætur hafa verið gerðar á veitingadeild hjá Hótel Keflavík, nýtt eldhús með nýjum græjum, nýr bar sem hefur fengið heitið KEF bar. Nýi veitingastaðurinn heitir KEF restaurant og að auki er endurbættur veitingasalur með Bistro stemningu þar sem hægt er að slappa af, fá sé góðan bjór, hamborgara og fleira góðgæti og horfa á helstu íþróttaviðburði í beinni á risaskjá.
Rekstrarstjóri er Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík. Magnús Ólafsson matreiðslumaður er veitingastjóri, Jón Gunnar Erlingsson matreiðslumaður er hægri hönd Steinþórs þ.e. aðstoðar-rekstrarstjóri.
Yfirmatreiðslumaður er Óli Már Erlingsson. Óli lærði fræðin sín hjá Fiskfélaginu og útskrifaðist árið 2012. Óli hefur starfað á Sjávarkjallaranum, Mat og Drykk út á Granda, Tapas húsinu svo fátt eitt sé nefnt.
Óli leggur áherslu á að nýta hráefni úr nánasta umhverfi á matseðil staðarins.
Myndir: facebook / KEF restaurant
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt3 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024
-
Frétt5 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði