Markaðurinn
Metnaðarfull störf í boði: Yfirþjónn og yfirmatreiðslumaður á Fosshótel Reykjavík
Yfirþjónn
Ertu reynslumikill þjónn með brennandi áhuga á frábærri þjónustu og faglegri stjórnun? Fosshótel Reykjavík óskar eftir öflugum yfirþjóni sem ber ábyrgð á rekstri veitingastaða, fundarsala og bar.
Yfirþjónn sér um daglegan rekstur deildarinnar, samhæfir starfsemina, tryggir að þjónusta og gæði séu ætíð í hæsta gæðaflokki og hefur yfirumsjón með starfsmannahaldi, ráðningum og þjálfun í nánu samstarfi við rekstrarstjóra veitingadeildar.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Fagleg stjórnun, skipulag og framkvæmd verkefna í veitingasölum
- Þjónusta og samskipti við gesti
- Almenn vaktstjórn í veitinga-, fundar- og veislusal
- Fagleg þjálfun starfsmanna
- Umsjón með mönnun vakta og afleysingum í fríum og veikindum
- Miðlun upplýsinga til starfsfólks og milli vakta
- Fagleg úrlausn mála sem kunna að koma upp
Hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur.
- Traust reynsla af sambærilegu leiðtogahlutverki er skilyrði.
- Góð færni í samskiptum, jákvætt viðhorf og þjónustulund í fyrsta sæti.
- Frumkvæði, skipulögð og nákvæm vinnubrögð.
- Gott vald á ensku er skilyrði; önnur tungumál eru kostur.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Öryggisvitund og þekking á HACCP er kostur.
Yfirmatreiðslumaður
Fosshótel Reykjavík leitar að yfirmatreiðslumanni til að leiða hæfileikaríkt teymi í nútímalegu og metnaðarfullu eldhúsi sem nýtur frábærrar dóma fyrir matargerð af hæsta gæðaflokki. Starfið felur í sér þróun matseðils með áherslu á nýjustu strauma í matargerð og úrvals hráefni úr nærumhverfi, með það að markmiði að skapa eftirminnilega upplifun fyrir gesti.
Hæfniskröfur
- Sveinspróf í matreiðslu er skilyrði
- Reynsla af sambærilegu starfi er skilyrði
- Góð samskiptafærni, jákvætt viðmót og rík þjónustulund
- Frumkvæði, sjálfstæði, nákvæmni og skipulag í vinnubrögðum
- Öryggisvitund og þekking á HACCP (kostur)
Ábyrgð
- Fagleg stjórnun, leiðsögn og þróun starfsmanna í eldhúsi
- Fjármál og rekstrargreining
- Verkefna- og ferlastýring
- Umsjón með gæðum, þjónustu, öryggi og hreinlæti
Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.
Fosshótel Reykjavík er stærsta hótel landsins, með 320 herbergi og mögnuðu útsýni til allra átta.
Nálægð hótelsins við miðbæ Reykjavíkur gerir það að frábærum áfangastað fyrir þá sem vilja njóta alls þessa sem Reykjavík hefur upp á bjóða en vilja á sama tíma geta notið góðs nætursvefns og vinalegrar þjónustu.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni2 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu






