Frétt
Meirihluti segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum segja kaup sín á ferðalögum hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar og rúmlega helmingur segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað. Þá sagði tæpur fjórðungur að matarkaup sín hafi aukist með útbreiðslu COVID-19 og rúmur þriðjungur sagði kaup sín á hreinlætisvörum hafa aukist. Þetta kemur fram í nýrri kórónavíruskönnun MMR sem var nú gerð í annað sinn.
Alls kváðu 76% svarenda að kaup sín á ferðalögum hafi minnkað nokkuð eða töluvert frá því sem var fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar, 55% sögðu viðskipti sín við veitingastaði (aðra en skyndibitastaði) hafi minnkað, 52% sögðu viðskipti við skyndibitastaði hafa minnkað, 35% kaup á fatnaði, 22% húsgögn, 21% læknisþjónusta, 19% raftæki, 19% matvörur, 17% áfengi, 8% matvörur í netverslunum, 7% lyf og 5% kváðu kaup sín á hreinlætisvörum hafa minnkað. Þá kváðu 38% að kaup sín á hreinlætisvörum hafi aukist nokkuð eða töluvert, 24% að kaup á matvörum hafi aukist, 16% matvörur í netverslunum, 9% áfengi, 7% skyndibitastaðir, 5% lyf, 4% raftæki, 4% læknisþjónusta, 3% veitingastaðir (aðrir en skyndibitastaðir), 3% fatnað, 2% húsgögn og 1% sögðu kaup sín á ferðalögum hafa aukist.
Séu niðurstöður könnunarinnar bornar saman við samskonar mælingu frá miðjum mars kemur í ljós að nokkur sígandi varð í breytingum á neysluvenjum í öllum vöruflokkunum. Mestur mældist samdrátturinn milli mars og apríl í kaupum á mat á skyndibitastöðum sem dróst saman um 21 prósentustig – samdráttur sem bættist þá við þann 31% samdrátt sem mældist í mars.

-
Markaðurinn3 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Markaðurinn2 dagar síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Vel sóttur fundur hjá KM Norðurland á heita æfingu hjá 3. bekk í Verkmenntaskólanum á Akureyri – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Endurnýjaðu án þess að sprengja budduna – Skoðaðu úrvalið af notuðum tækjum fyrir veitinga- og hótelrekstur