Frétt
Meirihluti segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum segja kaup sín á ferðalögum hafa minnkað í kjölfar útbreiðslu kórónaveirunnar og rúmlega helmingur segir viðskipti sín við skyndibitastaði og aðra veitingastaði hafa minnkað. Þá sagði tæpur fjórðungur að matarkaup sín hafi aukist með útbreiðslu COVID-19 og rúmur þriðjungur sagði kaup sín á hreinlætisvörum hafa aukist. Þetta kemur fram í nýrri kórónavíruskönnun MMR sem var nú gerð í annað sinn.
Alls kváðu 76% svarenda að kaup sín á ferðalögum hafi minnkað nokkuð eða töluvert frá því sem var fyrir útbreiðslu kórónaveirunnar, 55% sögðu viðskipti sín við veitingastaði (aðra en skyndibitastaði) hafi minnkað, 52% sögðu viðskipti við skyndibitastaði hafa minnkað, 35% kaup á fatnaði, 22% húsgögn, 21% læknisþjónusta, 19% raftæki, 19% matvörur, 17% áfengi, 8% matvörur í netverslunum, 7% lyf og 5% kváðu kaup sín á hreinlætisvörum hafa minnkað. Þá kváðu 38% að kaup sín á hreinlætisvörum hafi aukist nokkuð eða töluvert, 24% að kaup á matvörum hafi aukist, 16% matvörur í netverslunum, 9% áfengi, 7% skyndibitastaðir, 5% lyf, 4% raftæki, 4% læknisþjónusta, 3% veitingastaðir (aðrir en skyndibitastaðir), 3% fatnað, 2% húsgögn og 1% sögðu kaup sín á ferðalögum hafa aukist.
Séu niðurstöður könnunarinnar bornar saman við samskonar mælingu frá miðjum mars kemur í ljós að nokkur sígandi varð í breytingum á neysluvenjum í öllum vöruflokkunum. Mestur mældist samdrátturinn milli mars og apríl í kaupum á mat á skyndibitastöðum sem dróst saman um 21 prósentustig – samdráttur sem bættist þá við þann 31% samdrátt sem mældist í mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn6 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni








