Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

May de Lencquesaing fagnar 100 ára afmæli – heiðurskona í heimi hágæða vína

Birting:

þann

May de Lencquesaing fagnar 100 ára afmæli – heiðurskona í heimi hágæða vína

May de Lencquesaing fagnar 100 ára afmæli

May de Lencquesaing, ein áhrifamesta kona í heimi hágæða vína, fagnaði nýlega 100 ára afmæli sínu. Hún hefur átt farsælan feril sem eigandi og stjórnandi vínekrunnar Château Pichon Longueville Comtesse de Lalande í Bordeaux og stofnandi Glenelly Estate í Suður-Afríku.

Í eftirfarandi myndbandi er sýnd vínekran sjálf,Glenelly Estate og áherslan sem lögð er á gæði vínanna, jarðveginn og þá ástríðu sem liggur að baki framleiðslunni.

Arfleifð í Bordeaux

Í yfir þrjátíu ár stýrði de Lencquesaing vínekrunni Château Pichon Longueville Comtesse de Lalande í Pauillac, sem hefur verið í eigu fjölskyldu hennar frá árinu 1925, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Glenelly. Hún tók við stjórnartaumunum árið 1978 eftir að hafa fengið hlut í arf og síðan tekið yfir eignarhald hennar með kaupum.

Á meðan hennar stjórnartíð framleiddi vínekran meðal annars árgerðirnar 1982 og 1983, sem teljast meðal þeirra bestu í sögu svæðisins. Árið 1994 var hún valin „Kona ársins“ af víntímaritinu Decanter.

May de Lencquesaing fagnar 100 ára afmæli – heiðurskona í heimi hágæða vína

Lady May 2020 frá Glenelly Estate í Stellenbosch – eitt af fremstu vínum vínekrunnar, tileinkað stofnanda hennar.

Nýtt ævintýri í Suður-Afríku

Eftir að hafa selt Pichon Lalande árið 2003, stofnaði de Lencquesaing Glenelly Estate í Stellenbosch, Suður-Afríku. Hún breytti ávaxtabúgarði í vínekrur og einbeitti sér að ræktun Bordeaux-þrúgna. Flaggskip vínekrunnar, „Lady May“, hefur hlotið viðurkenningar fyrir gæði sín og endurspeglar ástríðu hennar fyrir víngerð.

May de Lencquesaing fagnar 100 ára afmæli – heiðurskona í heimi hágæða vína

Þök Glenelly Estate eru þakin sólarplötum sem framleiða endurnýjanlega orku og styðja við sjálfbærni í víngerðinni.

Ástríða fyrir gleri og list

Utan víngerðar hefur May de Lencquesaing safnað yfir 1.000 stykki af sjaldgæfu gleri, sem spannar rúmlega tvö þúsund ár. Hún hefur lýst tengslum milli víns og glers, þar sem bæði eru búin til úr einföldum efnum en verða að listaverkum í höndum mannsins.

Veisluþjónusta - Banner

Af þessu tilefni hefur einnig verið gert stutt myndband sem sýnir einstakt líf og framlag May de Lencquesaing.

Myndbandið má sjá hér:

Arfleifð og áhrif

May de Lencquesaing hefur haft djúpstæð áhrif á víngerð og hefur verið fyrirmynd fyrir konur í greininni. Hennar framlag til víngerðar og menningar hefur verið viðurkennt á heimsvísu.

Við fögnum þessari merku konu og hennar ómetanlegu framlagi til víngerðar og menningar.

Myndir: glenellyestate.com

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið