Vertu memm

Freisting

Matvörurisarnir eru sáttir við tillögurnar

Birting:

þann

Forstjórar verslunarfyrirtækjanna Haga og Kaupáss, sem í sameiningu eiga stærstan hluta íslenskra matvöru­­verslana, eru almennt mjög ánægðir með tillögur nefndar forsætisráðherra um verð á matvörum.

Meðal tillagna er afnám vörugjalds matvara, niðurfelling tolla, samræming virðisaukaskatts og afnám tollverndar af búvöru. Þeir segja nauðsynlegt að höft á innflutningi séu fjarlægð og ofurskattlagning á innfluttar vörur aflögð.

Nefndinni var ætlað að fjalla um hátt matvælaverð og gera tillögur um lækkun þess en sökum ágreinings lagði hún ekki fram beinar tillögur til aðgerða. Formaður hennar, Hallgrímur Snorrason, skilaði Geir H. Haarde forsætisráðherra skýrslu þar sem fram kom að yrði ofangreindum tillögum komið í framkvæmd gætu íslensk heimili sparað yfir 100.000 krónur á ári í matarinnkaupum.

„Ég er mjög sáttur við þessar tillögur, hvert einasta heimili mun njóta góðs af því ef þær koma til framkvæmda,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Það er mjög eðlilegt að við getum keypt þær vörur sem við viljum á því verði sem við fáum þær. Sem stendur eru höft og ofurskattlagning á vörum sem koma í veg fyrir að við getum nýtt okkur það, en þessar tillögur eru skref í rétta átt.“

Sigurður A. Sigurðsson, forstjóri Kaupáss, tekur í svipaðan streng. „Almennt séð eru þessar tillögur nefndarinnar góðar en ég hefði viljað fá nánari umfjöllun frá henni um samkeppnisstöðuna á markaðnum. Ísland er eina landið þar sem stærsta fyrirtækið er með yfir fimmtíu prósenta markaðshlutfall og ég tel að þessa þætti þurfi að athuga fyrst áður en menn fara að ákveða hvernig eigi að ná matvöruverði niður,“ segir hann.

„Ég er alveg sammála því að eitthvað þarf að gera til að lækka matvöruverð,“ segir Drífa Hjartardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður landbúnaðarnefndar. „Við getum gert margt til þess, eins og að lækka virðisaukaskattinn og breyta til í tollamálum. Þó tel ég að þetta megi ekki gerast of harkalega þar sem við þurfum að vernda hreinleika íslenskrar framleiðslu. Eins og þetta er lagt fram frá Hagstofu hefði ég viljað sjá verð á innfluttum mat lækka þegar dollarinn var sem lægstur.“

Ekki náðist í Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra í gær.

 

Greint frá á visir.is

 

[email protected]

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið