Frétt
Matvælaframleiðendur, veitingaaðilar og ferðaþjónustunan í Eyjafjarðarsveit í sókn – Vídeó
Matarstígur Helga magra var stofnaður 3. mars árið 2020. Tilgangur hans er að sameina matvælaframleiðendur, veitingaaðila og ferðaþjónustuna í Eyjafjarðarsveit í eitt verkefni með það markmið að búa til mataráfangastað í heimsklassa.
Verkefnið var í mótun og undirbúningi allt frá árinu 2015 og fékk því að þróast og gerjast í nokkur ár áður en það var sett í formlegan farveg. Matvælaframleiðsla er mikil og fjölbreytt í Eyjafjarðarsveit.
Í Eyjafjarðarsveitinni eru framleiddar afurðir eins og lambakjöt, nautakjöt, hrossakjöt, svínakjöt, paprikur, gúrkur, egg, kartöflur, býhunang, að ógleymdum mjólkurafurðum en skv. upplýsingum frá Landssambandi kúabænda eru um 10% af allri mjólkurframleiðslu á Íslandi úr Eyjafjarðarsveit.
Starfsemi Matarstígsins á fyrsta starfsári var ákveðin þessi á stofnfundi í mars 2020:
- Bændamarkaðir, þar sem seldar eru afurðir framleiðenda.
- Uppsprettiviðburðir einstakra þátttakenda, matartengdir viðburðir sem hver og einn ber ábyrgð á sjálfur.
- Matarhátíð Helga magra í tengslum við Handverkshátíðina á Hrafnagili, matartengdir viðburðir á veitingastöðum og kaffihúsum, kynning á starfseminni á Handverkshátíðinni.
- Þátttaka í Localfood matarhátíð í Hofi á Akureyri í október, matvælasýning auk matartengdra viðburða hjá veitingaaðilum í sveitinni.
Covid-19 setti hins vegar strik í reikninginn svo fækka varð bændamörkuðum frá fyrri áætlun, matarhátíðin var blásin af og sömu sögu er að segja af Local food hátíðinni.
Þátttakendur í verkefninu eru nú 16 talsins, 6 matvælaframleiðendur / stærri veitingaðilar, 5 kaffihús / gististaðir og 5 smærri framleiðendur.
Matarstígurinn hefur verið með verkefni í gangi í sumar sem heitir Vistvæn dreifileið og gengur út það að einu sinni í viku fer rafbíll á milli framleiðenda og sækir vörur sem veitingaaðilar í sveitinni hafa pantað og kemur þeim til skila á eins umhverfisvænan máta og unnt er.
Næsti fasi í þessu verkefni er söluvefsíða sem opnaði nú á dögunum, en hún er fyrir afurðir úr Eyjafjarðarsveit sem almenningur í sveit og á Akureyri geta pantað og fengið sent til sín með sama hætti, á umhverfisvænan máta.
Sölusíðan er á vefslóðinni: www.helgimagri.is
Myndbönd
Viðtal við Karl Jónsson, verkefnastjóra Matarstígs Helga Magra:
Kynningarmyndband:
Myndir: helgimagri.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays








