Smári Valtýr Sæbjörnsson
Matur og Drykkur tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi – Nordic Prize

Matur og drykkur opnaði í janúar 2015.
Veitingastaðurinn hefur á skömmum tíma vakið mikla athygli fyrir frumleika og ögrun í útfærslu íslenskra rétta.
Matur og Drykkur hefur verið tilnefnt sem veitingahús ársins á Íslandi í Norrænu keppninni The Nordic Prize.
Í maí á næsta ári verður tilkynnt hvaða veitingahús hlýtur The Nordic Prize 2016 og þar með titilinn veitingahús ársins á Norðurlöndunum.
Eftirfarandi veitingahús eru tilnefnd:
- Clou – Danmörk, Kaupmannahöfn
- Matur & Drykkur – Ísland, Reykjavík
- Olo – Finnland, Helsinki
- Vollmers – Svíþjóð, Malmö
Dómnefnd á eftir að tilnefna veitingahús í Noregi, en það verður gert á næstu dögum.
Verðlaunin Nordic Prize voru fyrst afhent árið 2009 og var það danska veitingahúsið Noma og René Redzepi sem hlaut þann heiður.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni4 dagar síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Frétt3 dagar síðan
Gjaldþrot Hooters: Eftir 40 ár á toppnum er framtíðin óviss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift: Kjúklingalasagna með rjómaosti og spínati
-
Frétt5 dagar síðan
Tafir á heilbrigðiseftirliti veitingastaða í New York valda áhyggjum
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Panera Bread lokar tveimur bakaríum í Kaliforníu og segir upp 350 starfsmönnum
-
Starfsmannavelta21 klukkustund síðan
Veitingageirinn titrar: Bloomin’ Brands með umfangsmiklar uppsagnir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Royal mokka búðingur nú fáanlegur í 3 kg fötum fyrir stóreldhús