Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matseðlalistaverk slær í gegn
Nágrannastaðirnir CHIKIN og Prikið hafa um nokkurt skeið verið í samstarfi. Nú hafa staðirnir sett af stað skemmtilegt concept sem kallast „Not so secret menu“.
„Þar setjum við saman lítinn seðil og er matseðillinn gerður í samstarfi við listamenn, en við fáum nýjan listamann til að skreyta seðilinn í hvert skipti.“
Sagði Atli Snær eigandi CHIKIN í samtali við veitingageirinn.is.
Hver matseðill er númeraður og kemur aðeins í 100 eintökum og geta gestir tekið eintak af seðlinum heim til sín, sér til lista og yndisauka, sem hefur slegið í gegn á meðal gesta.
Þegar seðlanir eru búnir þá er þessum seðli lokið og næsti tekur við með nýjum áherslum og og listamanni sem þýðir að hver matseðill er safngripur, þar sem gestir geta safnað verkunum yfir árið.
Fyrsti listamaðurinn er ungur maður sem vinnur sín verk undir nafninu BMOE og vinnur að mestu við götulist og húðflúr með klassískum en þó nýmóðins stíl.
Á fyrsta matseðlinum má meðal annars finna, Reykt/steikt broccoli, vöfflu- kjúklingaborgara, fried chikin með miso-kartöflumús og szechuan piparsósu og pork belly bao.
Myndir: aðsendar / Atli Snær
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
100 myndir frá hátíðarkvöldverði KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Fyrsta heildstæða kennsluefnið í matreiðslu gefið út eftir 70 ára kennslusögu – Myndir frá útgáfuteitinu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Rjómalöguð tómatsúpa og grillað ostabrauð
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Reynir Grétarsson matreiðslumeistari með áhugavert fræðsluerindi um súkkulaðigerð – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Mozzarella fiskréttur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hótel og heilsulind Bláa Lónsins á meðal 10 bestu hótelum heims – Michelin
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Bóndadagsgjöf ástríðukokksins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
World Class barþjónakeppnin – Skráning 2025