Vertu memm

Nemendur & nemakeppni

Matreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur – Myndir

Birting:

þann

Matreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur - Myndir

Ari Hallgrímsson (t.h.), matreiðslumeistari og brautarstjóri, ræðir verkefnið við nemanda í verklegum tíma í 2. bekk matreiðslu við VMA.

Núna í upphafi vorannar hófu sex nemendur nám í 2. bekk í matreiðslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri (VMA). Þetta er fyrri áfanginn af tveimur í námi að loknu grunnnámi sem nemendur þurfa að ljúka til þess að fara í sveinspróf í matreiðslu. Nemendur ljúka 2. bekknum núna á önninni en síðan kemur í ljós hvenær unnt verður að bjóða upp á 3. bekkinn í framhaldinu, mögulega á haustönn á þessu ári eða vorönn að ári liðnu. Það ræðst af fjölda umsókna.

Matreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur - Myndir

Til þess að geta hafið nám í 2. bekk í matreiðslu þurfa nemendur að hafa lokið grunndeild matvæla eða að vera komnir það vel á veg í ferilbók á vinnustað að þeir séu vel undir það búnir að fara í námið. Fimm af sex nemendum í 2. bekknum núna hafa lokið grunndeild matvæla í VMA en einn kemur inn í námið í framhaldi af ferilbók. Allir eru þessir sex nemendur að vinna í faginu á veitingastöðum á Akureyri, Rub, Strikinu og Múlabergi.

Ekki þarf að hafa um það mörg orð að það hefur verið og er enn þá gríðarlega mikil þörf fyrir fagmenntað fólk í veitingageiranum og á það bæði við um matreiðslu og framreiðslu. Til stóð að fara af stað með nám í framreiðslu í VMA í vetur en vegna ónógrar þátttöku gekk það ekki upp. Aðeins einu sinni hefur tekist að manna námshóp í framreiðslu í VMA en matreiðsluhóparnir í VMA eru orðnir töluvert margir, bæði í 2. og 3. bekk.

Matreiðslunám í VMA heldur áfram að laða að nemendur - Myndir

Ari Hallgrímsson, brautarstjóri matvælabrautar, er aðalkennari nemendanna í 2. bekk. Þegar litið var inn í fyrsta verklega tíma hópsins í gær var á dagskrá heita eldhúsið, svokallað Mistery Basket. Um var að ræða súpu og brauð og fiskrétt og meðlæti.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af nemendum í önnum dagsins.

Myndir: vma.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið