Starfsmannavelta
Matreiðslumeistari fær rúma milljón vegna uppsagnar
Félagið ÞA Veitingar ehf. hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,4 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 1. nóvember 2018, að frádreginni 253 þúsund króna innborgunar, vegna ólögmætrar uppsagnar. Deila málsaðila inniheldur golf, veiðiferð og stór orð, að því er fram kemur á vefnum vb.is.
Starfsmaðurinn fyrrverandi er matreiðslumeistari með áratugareynslu meðal annars af veitingahúsum, úr veiðihúsum og veisluþjónustu. Eigendur ÞA Veitinga hafa einnig mikla reynslu úr veitingageiranum en árið 2017 tók félagið yfir veitingarekstur í Golfskálanum í Grafarholti.
Matreiðslumaðurinn hóf störf hjá félaginu sama ár, fyrst um sinn sem verktaki, og sá um veislur fyrir félagið. Eftir nokkra mánuði stóð honum til boða að kaupa sig inn í ÞA Veitingar og varð það úr. Hélt hann áfram störfum sem verktaki þar til 1. júní 2018 er hann varð starfsmaður félagsins.
Í stefnu mannsins segir að hann hafi endurskipulagt veitingaþjónustu félagsins og fengið talsvert lof frá viðskiptavinum golfklúbbsins, bæði í veisluþjónustu og almennri veitingaþjónustu, segir á vb.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn1 dagur síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni1 dagur síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Frétt3 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Keppni2 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSjónvarpskokkurinn James Martin tapar í vörumerkjadeilu
-
Uppskriftir1 dagur síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Keppni2 dagar síðanGraham’s Blend Series snýr aftur stærri og metnaðarfyllri en áður






