Starfsmannavelta
Matreiðslumeistari fær rúma milljón vegna uppsagnar
Félagið ÞA Veitingar ehf. hefur verið dæmt til að greiða fyrrverandi starfsmanni sínum 1,4 milljónir króna, auk dráttarvaxta frá 1. nóvember 2018, að frádreginni 253 þúsund króna innborgunar, vegna ólögmætrar uppsagnar. Deila málsaðila inniheldur golf, veiðiferð og stór orð, að því er fram kemur á vefnum vb.is.
Starfsmaðurinn fyrrverandi er matreiðslumeistari með áratugareynslu meðal annars af veitingahúsum, úr veiðihúsum og veisluþjónustu. Eigendur ÞA Veitinga hafa einnig mikla reynslu úr veitingageiranum en árið 2017 tók félagið yfir veitingarekstur í Golfskálanum í Grafarholti.
Matreiðslumaðurinn hóf störf hjá félaginu sama ár, fyrst um sinn sem verktaki, og sá um veislur fyrir félagið. Eftir nokkra mánuði stóð honum til boða að kaupa sig inn í ÞA Veitingar og varð það úr. Hélt hann áfram störfum sem verktaki þar til 1. júní 2018 er hann varð starfsmaður félagsins.
Í stefnu mannsins segir að hann hafi endurskipulagt veitingaþjónustu félagsins og fengið talsvert lof frá viðskiptavinum golfklúbbsins, bæði í veisluþjónustu og almennri veitingaþjónustu, segir á vb.is sem fjallar nánar um málið hér.
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn5 dagar síðanBarþjónn óskast í fullt starf hjá Hótel Reykjavík Centrum
-
Markaðurinn5 dagar síðanSushi í nýjum búningi: Ofnbakað, rjómakennt og ómótstæðilegt
-
Markaðurinn6 dagar síðanFullkomið meðlæti eða forréttur: stökkar kartöflur með sósu
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanJim Beam mun stöðva framleiðslu tímabundið árið 2026 í kjölfar minnkandi áfengisneyslu á heimsvísu
-
Keppni6 dagar síðanNorska kokkalandsliðið kynnir nýtt ungkokkalandslið fyrir Ólympíuleikana 2028
-
Bocuse d´Or3 dagar síðanKeppnisröð Bocuse d’Or 2026 liggur fyrir, Snædís keppir 16. mars í Marseille
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGleðileg jól og farsælt komandi ár, þökkum samfylgdina á árinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanBarr tekur yfir Noma í mars á meðan Noma dvelur í Los Angeles






