Freisting
Matreiðslumaður Ársins og Global Chef Challenge
Forkeppni fyrir keppnina um Matreiðslumann ársins 2007 og val á keppenda Íslands í Global CHEF Challenge, sem er ný keppni á vegum WACS Alheimssamtaka matreiðslumanna.
Global CHEF Challenge er heimskeppni sem fer þannig fram;
-
Hvert land velur sinn keppenda sem keppir við aðrar þjóðir úr sinni heimsálfu.
-
Þar sem í Evrópu er helmingur aðildarþjóða WACS þá er Evrópu skipt
upp í norður-mið og suður. -
Þar er Ísland ásamt 15 öðrum þjóðum í norður Evrópu og mun keppnin milli þeirra fara fram í Tallinn í Eistlandi 31. okt. til 4. nóv. 2007.
Sigurvegari þar keppir síðan fyrir hönd norður-Evrópu við hinar heimsálfunar í úrslitum GCC sem fara fram samhliða alheimsþingi WACS 12.-15. maí í Dubai 2008.
www.wacs2008.com
Í þessari forkeppni eru það þeir fimm efstu sem komast í úrslit Matreiðslumanns Ársins sem verður haldin í október 2007 á Akureyri, sigurvegari í forkeppninni verður fulltrúi Íslands í GCC.
Keppnin verður með markaðs körfu fyrirkomulagi (mistery basket) sem verður kynnt keppendum degi fyrir keppni.
Elda þarf fjögra rétta kvöldverð fyrir átta, forrétt, millirétt, aðalrétt og eftirrétt og hafa keppendur fimm tíma til undirbúnings fram að afgreiðslu forréttar síðan er að lágmarki 35 mín. á milli rétta ( ræðst af fjölda keppenda).
Vægi dóma er eftirfarandi:
Mis en place og hreinlæti 10 stig
Fagleg vinnubrögð og nýting 20 stig
Framsetning 30 stig
Bragð 40 stig
Fimm dómarar (þrír erlendir og tveir Íslenskir) dæma framsetningu og bragð og veður það blindsmakk.
Eldhúsdómarar verða tveir (Íslenskir)
Keppendum verður úthlutað aðstoðarmönnum (nemar úr Hótel og matvælaskólanum)
Nánar um keppnina hér (Pdf) og hér (Pdf)
Greint frá á heimasíðu KM

-
Keppni3 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Frétt5 dagar síðan
Er sveinspróf í framreiðslu orðið úrelt á Íslandi?
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna2 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Þú átt eftir að elska þetta sítrónupasta með humri og burrata