Freisting
Matreiðslumaður Ársins og Global Chef Challenge
Forkeppni fyrir keppnina um Matreiðslumann ársins 2007 og val á keppenda Íslands í Global CHEF Challenge, sem er ný keppni á vegum WACS Alheimssamtaka matreiðslumanna.
Global CHEF Challenge er heimskeppni sem fer þannig fram;
-
Hvert land velur sinn keppenda sem keppir við aðrar þjóðir úr sinni heimsálfu.
-
Þar sem í Evrópu er helmingur aðildarþjóða WACS þá er Evrópu skipt
upp í norður-mið og suður. -
Þar er Ísland ásamt 15 öðrum þjóðum í norður Evrópu og mun keppnin milli þeirra fara fram í Tallinn í Eistlandi 31. okt. til 4. nóv. 2007.
Sigurvegari þar keppir síðan fyrir hönd norður-Evrópu við hinar heimsálfunar í úrslitum GCC sem fara fram samhliða alheimsþingi WACS 12.-15. maí í Dubai 2008.
www.wacs2008.com
Í þessari forkeppni eru það þeir fimm efstu sem komast í úrslit Matreiðslumanns Ársins sem verður haldin í október 2007 á Akureyri, sigurvegari í forkeppninni verður fulltrúi Íslands í GCC.
Keppnin verður með markaðs körfu fyrirkomulagi (mistery basket) sem verður kynnt keppendum degi fyrir keppni.
Elda þarf fjögra rétta kvöldverð fyrir átta, forrétt, millirétt, aðalrétt og eftirrétt og hafa keppendur fimm tíma til undirbúnings fram að afgreiðslu forréttar síðan er að lágmarki 35 mín. á milli rétta ( ræðst af fjölda keppenda).
Vægi dóma er eftirfarandi:
Mis en place og hreinlæti 10 stig
Fagleg vinnubrögð og nýting 20 stig
Framsetning 30 stig
Bragð 40 stig
Fimm dómarar (þrír erlendir og tveir Íslenskir) dæma framsetningu og bragð og veður það blindsmakk.
Eldhúsdómarar verða tveir (Íslenskir)
Keppendum verður úthlutað aðstoðarmönnum (nemar úr Hótel og matvælaskólanum)
Nánar um keppnina hér (Pdf) og hér (Pdf)
Greint frá á heimasíðu KM
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMyndband: Kokkar tóku á móti gestum í sal á meðan þjónar fóru í eldhúsið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanMyndaveisla frá hátíðarkvöldverði Klúbbs Matreiðslumeistara 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanEyjó og Dóri mættu með afmælisköku – Hafið fagnar tímamótum
-
Keppni3 dagar síðanKokkur ársins 2026 og Grænmetiskokkur ársins 2026 fara fram í IKEA í mars
-
Uppskriftir3 dagar síðanAurore hjá Sweet Aurora deilir uppskrift með lesendum veitingageirans
-
Frétt5 dagar síðanTilkynning frá Suðurnesjabæ vegna umfjöllunar um Sjávarsetrið
-
Vín, drykkir og keppni2 dagar síðanStemningsmyndir frá Kalda bar þegar tilnefningar BCA voru kynntar
-
Keppni4 dagar síðanFreyja Þórisdóttir stóð uppi sem sigurvegari í keppninni um Bláa Safírinn – Myndir og vídeó





