Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matreiðslumaður ársins 2007
Keppnin um matreiðslumann ársins var haldin laugardaginn 13. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Keppnin gekk í alla staði mjög vel enda aðstæður allar hinar bestu í skólanum. Keppt var með „Mystery basket“ fyrirkomulagi að hætti norðanmanna og voru nokkrir óvæntir hlutir í körfunni sem keppendur gátu nýtt sér.
Keppnin var hnífjöfn og einungis örfá stig sem munaði þegar upp var staðið en sigurvegarinn var vel að sigrinum kominn með mjög vel útfærða og bragðgóða rétti. Dómnefndin var á einu máli að standardinn hefði verið hár og keppendur lagt sig virkilega fram.
Eftir keppni var boðið í móttöku á KEA þar sem við smökkuðum saltlæri sem er nýjung frá Kjarnafæði, þá var okkur boðið í aðra móttöku hjá Vífilfelli sem var haldin á nýjum og glæsilegum stað Friðriks V. Síðan borðaði megnið af hópnum hjá Einari Geirs á Kaffi Karólínu og einhverjir hjá Friðriki V áður en menn helltu sér út á lífið á Akureyri.
Dómarar í keppninni voru allir Íslenskir, enda nóg af dómurum til með réttindi í klúbbnum. Dæmt var algerlega blint og þess gætt mjög vel að dómararnir vissu ekki hver átti hvaða rétt. Dómarar voru Jakob Magnússon, Brynjar Eymundsson, Gissur Guðmundsson, Ragnar Ómarsson og Kjartan Marínó Kjartansson. Eldhúsdómarar voru Sverrir Halldórsson og Stefán Viðarsson.
Nefndin um matreiðslumann ársins skilaði sínu starfi óaðfinnanlega og eiga miklar þakkir skildar, en nefndina skipuðu: Snæbjörn Kristjánsson, Sverrir Halldórsson, Árni Þór Arnórsson, Hafliði Halldórsson, Sigþór Sigurðsson, Bjarki Hilmarsson og Sölvi Hilmarsson. Þess má geta að Bjarki er upphafsmaðurinn að þessari keppni.
Í körfunni var meðal annars kúfskel, saltfiskmarningur, hlýrakinnar, nauta prime, lambalæri, blóð, mör, rauðrófur, skyr, mysingur, bláber ofl.
Ingvar Sigurðsson, Forseti KM
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Spennandi tækifæri
-
Bocuse d´Or2 dagar síðan
Myndir: Það styttist í herlegheitin – Sindri keppir fyrir Íslands hönd 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Frétt3 dagar síðan
Myllan innkallar heimilisbrauð
-
Frétt2 dagar síðan
Menntun í matvælaiðnaði ekki metin til launa í leikskólum – Kallað eftir endurskoðun
-
Pistlar2 dagar síðan
Gæðakerfi: Lykillinn að skilvirkum rekstri, minni sóun og ánægðari viðskiptavinir
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Útlit hins sígilda íslenska Brennivíns hefur verið uppfært – Ákveðin framþróun í bragði Brennivínsins m.a. með tærari kúmenkeim en áður var
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt nær annarri sneið af pítsuumarkaðnum með samningi við Domino’s
-
Bocuse d´Or23 klukkustundir síðan
Sindri keppir í Bocuse d´Or