Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Matlifun er nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri
Á næstunni opnar nýtt veitingafyrirtæki á Akureyri. Eigendur eru hjónin Sveinn Hólmkelsson, matreiðslumeistari og Jóhanna Hildur Ágústsdóttir, framreiðslumeistari.
Fyrirtækið heitir Matlifun og mun selja foreldaða rétti til heimamanna, allt fyrir eldamennskuna sent heim að dyrum.
Matlifun er nú orðið að veruleika
„Við leitumst við að hafa eldamennskuna fyrir viðskiptavininn ekki meira en 15-30 mínútur. Til að byrja með erum við í tímabundu leiguhúsnæði. Varanlegt húsnæði er væntanlegt eftir áramót. Viðskiptavinir geta skoðað úrval rétta og pantað í gegnum heimasíðuna okkar, síðan verða allar sendingar verða keyrðar út hér á Akureyri.
Hugmyndin hefur verið lengi að malla í hausnum á okkur og hefur hún legið fullmótuð niðrí skúffu í einhvern tíma. Nú er hinsvegar tíminn til að hugsa hlutina upp á nýtt og láta verkin tala. Matlifun er nú orðið að veruleika og eru stór plön fyrir framtíðina.“
Jóhanna og Sveinn ætla að fara rólega af stað fram að áramótum en síðar munu þau bjóða uppá fjölbreyttari rétti og vel valdar sælkeravörur.
Matarnámskeið í vottuðu eldhúsi
Fljótlega eftir áramót mun Matlifun bjóða upp á allskonar námskeið fyrir matgæðinga ásamt öðrum spennandi viðburðum.
„Ætli pastanámskeiðið verði ekki fyrsta námskeiðið sem haldið verður, það hefur verið mikil eftirspurn eftir því. Draumurinn í framtíðarhúsnæðinu er síðan að geta boðið utanaðkomandi aðilum að koma inn og vera með matarnámskeið í vottuðu eldhúsi.“
Jóhanna Hildur og Sveinn eru bæði uppalin á Akureyri. Þau hafa starfað í veitingageiranum um árabil bæði hér á landi sem og erlendis.
„Okkur langaði mikið að leggja okkar að mörkum til að efla menningarlífið hér á Akureyri. Nú þegar er góð flóra veitingahúsa hér og því langaði okkur að gera eitthvað aðeins öðruvísi.
Við erum mjög spennt að heyra hvernig heimamenn taka á móti okkur.“
Mynd: aðsend
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni3 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða