SSS-Sveitin
Mathús Garðabæjar – Veitingarýni
Við félagarnir höldum okkur við nærumhverfið og heimsóttum að þessu sinni Mathús Garðabæjar sem staðsett er í nýju húsi við Garðatorg. Það er gleðiefni að sjá ný og flott veitingahús spretta upp í úthverfunum bæði í Reykjavík og nágrannabæjunum.
Húsnæðið er glæsilegt, rúmgott, björt og falleg loftljós (melt ljós) eftir hönnuðinn Tom Dixon eru til mikillar prýði og aðdáunar. Borðbúnaður er fallegur og fer vel í höndum og sérstaklega eru diskarnir fallegir sem lyfta matnum á enn hærra plan en ella.
Allt bókað undir dulnefni líkt og SSS-sveitin er þekkt fyrir og það mikil leynd að við vorum ekki einu sinni í bók, en þjónninn var nú snöggur að koma okkur fyrir á góðum stað í salnum.
Þjónustan er vingjarnleg og í öruggum höndum sem og útskýringar á réttum og enn og aftur var boðið óumbeðið hvort við vildum deila forréttunum og var þá komið með smádiska á borðið.
Staðurinn virðist hitta í mark. Við komum á mánudagskvöldi og salurinn var þéttsetinn.
Matseðillinn er lítill eins og hæfir svona stöðum en skiptir oft, eftir árstíðum og geðþótta. Við ákváðum að panta sem ólíkasta rétti sem gáfu þá gott yfirlit af eldhúsinu.
Eitt var það sem við söknuðum, það kom ekkert brauð á borðið. Það er enginn sem segir að það eigi að vera, en það er undantekning í dag ef ekki kemur brauð óumbeðið í upphafi máltíðar.
Forréttir:
„Mjög góður réttur. Jarðarberið tónaði vel á móti súru og sterku bragði engifers, sinnepi og soya. Eitthvað var að veltast fyrir okkur hvort engiferið hafið verið of gróft og beitt í bragði.“
„Klassískur og góður réttur sem klikkar ekki. Lítil piparkvörn setti svo punktinn yfir i-ið.“
„Bragðgóður réttur, grjónin hæfilega elduð. Aftur á móti voru villisveppirnir ekki nægilega bleyttir upp, hluti þeirra voru grjótharðir.“
Aðalréttir:
„Fiskurinn alveg rétt eldaður og bragðið frískandi og gott. Sem sagt góður réttur, en hér hefði alveg mátt koma eitthvað brauð með.“
„Fiskurinn bragðlítill og virtist hafa verið velt upp úr sítrónusafa, ef til vill til að fela það að fiskurinn var ekki alveg ferskur. Að öðru leyti ágætt, bygg gott og bragðmikið.“
„Virkilega góður réttur, dúnamjúkt og bragðmikið læri. Grænmetið var rétt eldað og sósan alveg skotheld.“
Eftirréttir
„Þetta er klassískur franskur réttur sem segir að það sé terta, yfirleitt bökuð á hvolfi. Hér var eplið og smjördeigið bakað hvert fyrir sig. Rétturinn góður sem slíkur en ekki í samræmi við uppruna nafnsins.“
„Þannig er þetta kynnt á matseðli. Tvær tegundir af súkkulaðikremi með sírópi úr ástríðuávöxtum. Rétturinn er með margskonar bragði sem passar vel saman. Vissum ekki hverju við áttum von á út frá nafngiftinni. Góður réttur.“
„Ekkert út á þetta að setja en þegar hér var komið fannst okkur þessir þrír eftirréttir sem í boði voru nokkuð keimlíkir. Án þess að vera með beina aðfinnslu, þá hefði verið gaman að sjá eftirréttina borna fram á mismunandi diskum þar sem allir 3 réttirnir voru á borðinu, því diskaúrval er gott, eins og áður er getið.“
Niðurstaða:
Mathús Garðabæjar er vel heppnaður staður sem rekinn er af metnaði og fagmennsku. Þetta er fjölskylduvænn staður með afar fallegu barnaherbergi. Aðsóknin sýnir að Garðbæingar og nágrannar eru því sammála.
Við gengum sælir og saddir út í hálkuna, vitandi víst að ballansinn væri ekki fullkominn, því betra að fara fetið.
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Meðlæti með jólamatnum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn Brixton opnar formlega
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Opnunartími Ekrunnar yfir jól og áramót 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel24 klukkustundir síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hátíðar opnun Hafsins
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Markaðurinn2 klukkustundir síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa