Starfsmannavelta
Mathöllin Vera lokar
Vera mathöll lokar tímabundið frá 1. júlí, að því er segir í stuttri tilkynningu á facebook síðu Veru.
Mathöllin opnaði 5. ágúst í fyrra og er staðsett í húsinu Grósku í hjarta Vatnsmýrarinnar í Reykjavík.
Sjá einnig: Mathöllin VERA opnar í Vatnsmýri
Í Veru voru átta veitingastaðir og fimm þeirra var lokað áður en ákvörðun um að loka mathöllinni var tekin, að því er fram kemur á visir.is.
Staðirnir átta voru Pünk Fried Chicken, pizzastaðurinn Natalía og vínbarinn og kaffihúsið Mikki Refur, mexíkóski staðurinn Caliente, Bang Bang, súpustaðurinn Næra, morgunverðarstaðurinn Stund og loks Fura í eigu verðlaunakokksins Denis Grbic.
Veitingastaðurinn Stund birti eftirfarandi tilkynningu á Instagram í gær:
„Vera Mathöll lokar 1. júlí og ófyrirséð er hvenær opnað verður aftur. Af þeim sökum sjáum við okkur því ekki fært á að halda starfsemi okkar gangandi í ljósi þeirrar óvissu sem við blasir og höfum við ákveðið að leita á önnur mið.“
Vera mathöll endar tilkynningu sinni með því að segja „Hlökkum til að taka á móti ykkur að nýju eftir breytingar.“
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni23 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra







