Vertu memm

Frétt

MATEY Sjávarréttahátíðin í Vestmannaeyjum ásamt heimsþekktum kokkum

Birting:

þann

Frá Matey hátíðinni í fyrra.

Frá Matey hátíðinni í fyrra.
Mynd: Karl Petersson

Vestmannaeyjar eru komin á heimskort matgæðinga og öllum er boðið að koma og taka þátt í sjávarréttahátíðinni MATEY sem haldin verður í annað skipti dagana 21. – 23. september 2023

Veitingastaðir, fiskframleiðendur og þjónustuaðilar í  sjávarsamfélaginu Vestmannaeyjum  taka höndum saman og vekja athygli á menningararfleiðinni og  fjölbreytta fiskinum sem framleiddur er í Eyjum og bjóða upp margvíslega töfrandi rétti úr frábæru hráefni úr Eyjum.

Samhliða því að boðið verður upp á frábæran mat úr staðbundnu hráefni úr Eyjum á veitingastöðum bæjarins þá verður boðið upp á áhugaverða viðburði á hátíðinni.

Fyrirtæki í sjávarútvegnum og tengdum greinum gefa gestum tækifæri að fá innsýn í starfsemina og kynnast hvernig bláa hagkerfið tengist saman þannig að til verður dýrindis matur á diskum gesta sjávarréttahátíðarinnar á hinum fjölskrúðugu fjölskyldureknu veitingastöðum Vestmannaeyja.

Vestmannaeyjar eru einn aðal mataráfangastaður Íslands og þar eru nú fjöldi veitingastaða sem bjóða upp á staðbundna matargerð með staðbundnu hráefni.  Mataráfangastaðurinn Vestmannaeyjar voru tilnefndar til norrænu matarverðlaunanna Emblu 2021.

Á hátíðinni kynnist fólk menningunni og sögu matarins með nokkru af besta matreiðslufólki í Evrópu.

Á hátíðinni verða í boði fjölmargar útfærslur af fiski veiddum í kringum Eyjarnar og framleiddum hjá hinum öflugu fiskvinnslum í Eyjum og matvælaframleiðendum eins og t.d. Ísfélaginu, VSV, Grími kokki,  Marhólmum og Iðunni Seafood.

Veitingastaðirnir í Eyjum Gott, Slippurinn, Einsi kaldi og Næs munu bjóða upp á margrétta sérseðla ásamt nokkrum af bestu matreiðslumönnum í heimi sem taka þátt í hátíðinni sem gestakokkar.  Á Tanganum, Kránni, Sælandi, Pítsugerðinni verða í boði sérréttir og Brothers Brewery bjóða upp á sérlagaðan bjór í tilefni hátíðarinnar.

Nú er enn ein frábær ástæða til þess að fara til veitingastaðina í Eyjum og njóta einstakrar matarupplifunar, því Vestmannaeyjar eru jú alltaf góð hugmynd.

Nú er hægt að bóka borð á matey.is en þess má einnig geta að sérstök opnunarhátið verður haldin þann á moigun 20. september í Eldheimum þar sem boðið verður upp á smakk, tónlistaratriði og listasýninguna, Konur í sjávarsamfélaginu.

Gestakokkar á Sjávarréttahátíðinni Matey 2023 verða:

Adam Jonathan Qureshi

Adam Jonathan Qureshi.

Adam Jonathan Qureshi.
Mynd: Eleonora Boscarelli

Adam Quershi er gestakokkur GOTT á Sjávarréttahátíðinni MATEY 21.-23. september 2023. Hann kemur frá Michelin- stjörnustaðnum ,,kol” í London sem er 23.sæti yfir bestu veitingastaði heims nú árið 2023.

Hann hefur unnið á veitingastöðum víðs vegar um heiminn, frá París til Tókýó, Lima í Peru og á Karabísku eyjunum. Á Kol er mikil áhersla að nota staðbundin bresk hráefni með mexíkóskum aðferðum til að búa til einstaka rétti undir áhrifum mexíkóskrar matreiðslu.

Hann mun nýta hið frábæra sjávarfang frá Vestmannaeyjum með samkonar hugmyndafræði og skapa einstakan matarupplifun.

Adrien Bouquet

Adrien Bouquet

Adrien Bouquet

Adrien Bouquet verður gestakokkur á Næs á Sjávarréttahátíðinni MATEY, 21.-23.september 2023. Adrien Bouquet er franskur kokkur með mikla reynslu af mörgum af skemmtilegustu stöðum Parísarborgar meðal annars Clownbar & Cheval d’or.

Hans ástríða liggur í japanskri matargerð sem hann lærði bæði í París og í Japan og notkun á frábæru fiskmeti. Mikill undirbúningur hefur verið í matseðlavinnu á milli næs og Adrians þar sem má vænta bæði japanskra og franska strauma með hráefninu okkar úr Vestmannaeyjum.

Triscornia Francesco

Triscornia Francesco

Triscornia Francesco

Francesco Triscornia verður gestakokkur á Einsa Kalda sjávarréttarhátíðinni MATEY 21. – 23. september 2023. Francesco hefur unnið í löndum á borð við Hong Kong, Frakklandi og Tælandi og verið undir handleiðslu ítalska michelin kokksins Italo Bassi.

Eftir 5 ár sem yfirkokkur á Corsica vinnur hann nú í ýmsum verkefnum í Norður Toskana.

Á Matey mun hann sýna fram á gæði sjávarafurðana okkar í ítalskri útfærslu.

Cúán Greene

Cúán Greene

Cúán Greene.
Mynd: : Babs Daly

Cúán Greene verður gestakokkur á Slippnum á sjávarréttarhátíðinni MATEY 21 – 23. september 2023. Cúán er írskur kokkur og eigandi ÓMÓS Digest í Írlandi. Hann hefur áður unnið á mörgum af bestu veitingastöðum í heimi á borð við Michellin staðina Noma og Geranium. Hann var einnig yfirkokkur á veitingastaðnum Bastille í Dublin.

Cúán vinnur mikið með staðbundið hráefni í árstíð líkt og gert er á Slippnum en markmið hans með þátttöku á Matey er að bjóða fólki að upplifa samblöndu á írskri og íslenskri matarmenningu þar sem margt sameiginlegt er í hráefnum landanna. Cúán er þekktur fyrir að hugsa út fyrir boxið og veita ógleymanlegar matarupplifanir.

Borðapantanir á matey.is.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið