Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag. Opið er frá klukkan 11:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis.
Á Matarmarkað Íslands koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur víðsvegar að af landinu með fjölbreytt vöruúrval. Á bak við hvern einn framleiðenda og á bak við hverja einustu vöru er bæði ástríða og saga. Á Matarmarkaði Íslands gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar og finna ástríðuna að baki framleiðslunni – beint frá framleiðenda. Traust er mikilvægt í viðskiptum og um helgina geta neytendur gefið framleiðendanum fimmu og leið og þeir versla í jólamatinn eða hreinlega jólagjafir – því fallegt matarhandverk er gjöf sem gleður.
Það verður eitthvað fyrir alla: Súrt sætt, hangið og ætt. Mikið um villibráð verkuð á allskonar máta, tveir matarbílar verða fyrir utan Tariello er að frumsýna nýjan matarbíl sinn og svo verður hægt að fá steinbakaðar pizzur í öðrum matarbíl. Það verður klassísk hangikjöt, nautakjöt og svo verða þrí bændur sem allir eru með geitaafurðir – líka kasmírull.
Ristaðar möndlur, kartöflur (líka smælki) þær einu sem eru ræktaðar undir Snæfellsjökli, reyktur makríll, reyktur lax, guðdómlegir kleinuhringir, Rauðvínssalt, fisk soð.. nei veistu það er of mikið að ætla að reyna að telja þetta allt upp. Sjón er sögu ríkari (og smakk er sjón ríkari).
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn4 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn5 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt4 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays













