Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina
Matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu nú um helgina, bæði laugardag og sunnudag. Opið er frá klukkan 11:00 til 17:00 og er aðgangur ókeypis.
Á Matarmarkað Íslands koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur víðsvegar að af landinu með fjölbreytt vöruúrval. Á bak við hvern einn framleiðenda og á bak við hverja einustu vöru er bæði ástríða og saga. Á Matarmarkaði Íslands gefst einstakt tækifæri á að heyra sögurnar og finna ástríðuna að baki framleiðslunni – beint frá framleiðenda. Traust er mikilvægt í viðskiptum og um helgina geta neytendur gefið framleiðendanum fimmu og leið og þeir versla í jólamatinn eða hreinlega jólagjafir – því fallegt matarhandverk er gjöf sem gleður.
Það verður eitthvað fyrir alla: Súrt sætt, hangið og ætt. Mikið um villibráð verkuð á allskonar máta, tveir matarbílar verða fyrir utan Tariello er að frumsýna nýjan matarbíl sinn og svo verður hægt að fá steinbakaðar pizzur í öðrum matarbíl. Það verður klassísk hangikjöt, nautakjöt og svo verða þrí bændur sem allir eru með geitaafurðir – líka kasmírull.
Ristaðar möndlur, kartöflur (líka smælki) þær einu sem eru ræktaðar undir Snæfellsjökli, reyktur makríll, reyktur lax, guðdómlegir kleinuhringir, Rauðvínssalt, fisk soð.. nei veistu það er of mikið að ætla að reyna að telja þetta allt upp. Sjón er sögu ríkari (og smakk er sjón ríkari).
Myndir: aðsendar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn5 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Ég hélt fyrst að þetta væri svindl“ segir Róbert um fyrstu samskipti við Teya
-
Starfsmannavelta2 dagar síðanÓvænt brottför á Michelin staðnum Auro, Pico’s BBQ lokar og Lulu einfaldar reksturinn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta5 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður













