Frétt
Matarmarkaður Íslands í Hörpu – Helgina 7. – 8. mars
Á Matarmarkaði Íslands í Hörpu koma saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur alls staðar að af landinu með fjölbreytta flóru matarhandverks.
Næsti markaður er í Hörpu helgina 7. – 8. mars næstkomandi.
Opunartíminn er frá kl. 11 og til kl. 17 báða daga og er ókeypis inn.
Á markaðnum er einstakt tækifæri fyrir neytendur að versla beint af framleiðandanum, fá upplýsingar beint í æð og fá að vita hvað stendur að baki vörunnar.
Einkunnarorð markaðarins eru uppruni, umhyggja og upplifun. Erfitt er að lýsa stemningunni sem myndast á matarmörkuðum, þar er smakk sögu ríkari. Þá eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að taka börnin með sér og kynna þau fyrir þessari tegund matarmenningar, gefa þeim smakk og segja þeim frá.
Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, sætt, súrt, fljótandi og fast.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni4 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Snjöll lausn fyrir veitingastaði – Heinz EazySauce tryggir rétta skammtinn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ómótstæðilegar sælkerabollur – brakandi marengs, silkimjúkur rjómi og dýrindis karamella
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ljúffengur bolluhringur – fullkominn með smjöri og osti
-
Frétt4 dagar síðan
Ölgerðin eflir sig á matvælamarkaði með kaupum á Kjarnavörum