Frétt
Matarmarkaður í Laugardal 6-7 júlí og 13-14 júlí
Helgina 6-7 júlí og 13-14 júlí þá verður haldin Matarmarkaður í Laugardal þar sem fram koma matarvagnar, sölubásar með skemmtilegar nýjungar, vegan verslun, bar og skemmtiatriði fyrir börnin og margt fleira. Þarna verður sannkölluð fjölskylduskemmtun í Laugardalnum. Markaðurinn er opinn laugardag til sunnudags frá klukkan 12-18, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavik Street Food.
Þeir aðilar sem hafa staðfest komu sína á matarmarkaðnum eru:
- Reykjavik Chips
- Tacoson
- Gastro Truck
- Lobster Hut
- Tasty
- Fish And Chips Vagon
- Viking Trukkur
- Prikið
- Kvörn
- Pönnukökuvagninn
- Kombucha Iceland
- Bera Hot Sauce
- Reykjavik Foods
- Frú Lauga
- Nordic Wasabi
- Kátt á Klambra
- Bændur í Bænum
- Jömm
- Veganmatur
Einnig verða skemmtiatriði á boðstólnum. Andlitsmálning, plötusnúðar, hoppukastali, og Jóipé X Króli verða sunnudaginn 7. júlí.
Nánari upplýsingar er að finna inná viðburði hátíðarinnar hér.
Síðustu ár hafa íbúar Reykjavíkur sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum og viðhaldi víða um borgarlandið undir verkefninu. “Hverfið mitt”. Takmarkið er að betrumbæta hverfin. „Matarmarkaður í Laugardal“ var kosið í hverfakosningunni 2018. Hugmyndin er m.a. að setja upp sölubása, bæði fyrir tilbúinn mat og hrávöru; matvöru frá býlum og öðrum smærri matvælaframleiðendum.
Markaðurinn verður staðsettur undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli fyrstu tvær helgarnar í júlí 2019 (6-7 júlí og 13-14 júlí). Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food.
Myndir: aðsendar
-
Starfsmannavelta1 dagur síðan
Snædís kveður ION hótelið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr ítalskur veitingastaður opnar í Smáralindinni
-
Keppni4 dagar síðan
Hilma hreppti titilinn Konditor ársins 2024
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla rauðrófur
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Myndir og vídeó frá Tipsý viðburðinum á Múlabergi – Ingibjörg Bergmann: Það er alveg greinilegt að kokteilamenningin á Akureyri blómstar ….
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Beittir Hnífar – Dagur einhleypra og við gefum 20% afslátt
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Fiskbúðin á Sigló lokar og opnar aftur í vor með breyttu sniði
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Tebollur með rúsínum eða súkkulaðibitum