Frétt
Matarmarkaður í Laugardal 6-7 júlí og 13-14 júlí
Helgina 6-7 júlí og 13-14 júlí þá verður haldin Matarmarkaður í Laugardal þar sem fram koma matarvagnar, sölubásar með skemmtilegar nýjungar, vegan verslun, bar og skemmtiatriði fyrir börnin og margt fleira. Þarna verður sannkölluð fjölskylduskemmtun í Laugardalnum. Markaðurinn er opinn laugardag til sunnudags frá klukkan 12-18, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavik Street Food.
Þeir aðilar sem hafa staðfest komu sína á matarmarkaðnum eru:
- Reykjavik Chips
- Tacoson
- Gastro Truck
- Lobster Hut
- Tasty
- Fish And Chips Vagon
- Viking Trukkur
- Prikið
- Kvörn
- Pönnukökuvagninn
- Kombucha Iceland
- Bera Hot Sauce
- Reykjavik Foods
- Frú Lauga
- Nordic Wasabi
- Kátt á Klambra
- Bændur í Bænum
- Jömm
- Veganmatur
Einnig verða skemmtiatriði á boðstólnum. Andlitsmálning, plötusnúðar, hoppukastali, og Jóipé X Króli verða sunnudaginn 7. júlí.
Nánari upplýsingar er að finna inná viðburði hátíðarinnar hér.
Síðustu ár hafa íbúar Reykjavíkur sent inn hugmyndir að nýframkvæmdum og viðhaldi víða um borgarlandið undir verkefninu. “Hverfið mitt”. Takmarkið er að betrumbæta hverfin. „Matarmarkaður í Laugardal“ var kosið í hverfakosningunni 2018. Hugmyndin er m.a. að setja upp sölubása, bæði fyrir tilbúinn mat og hrávöru; matvöru frá býlum og öðrum smærri matvælaframleiðendum.
Markaðurinn verður staðsettur undir suðurenda áhorfendastúkunnar á Laugardalsvelli fyrstu tvær helgarnar í júlí 2019 (6-7 júlí og 13-14 júlí). Verkefnið er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Reykjavik Street Food.
Myndir: aðsendar
-
Markaðurinn5 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanEigandi Sjávarsetursins gagnrýnir harðlega meintan mismun Suðurnesjabæjar á fyrirtækjum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanGóð stemning og öflugt fagfólk á fundi Klúbbs Matreiðslumeistara hjá Bako
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanGamli Baukur heldur áfram með nýja eigendur og skýra sýn
-
Keppni4 dagar síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanRýmingarsala á nokkrum línum frá BONNA
-
Uppskriftir2 dagar síðanÓmissandi með þorramatnum – Ljúffeng heimagerð rófustappa









