Frétt
Matarmarkaður Búrsins nú um helgina
Matarmarkaður Búrsins verður haldin nú um helgina í Hörpu og verður opið bæði laugardag og sunnudag frá kl. 11 til kl. 17. Á markaðnum eru samankomnir allskyns framleiðendur með ólíkar vörur. Bændur, sjómenn og smáframleiðendur, allir illa þjakaðir af matarframleiðsluást.
Matarmarkaðurinn rekur sögu sína til ársins 2011. Hefur alltaf verið afar vel sóttur og óhætt er að fullyrða að það skapist alveg einstök stemning þar sem svona mikið af frumkvöðlum í matargerð koma saman.
Tvær frumsýningar á vörum
Það verða allavega tvær frumsýningar á vörum á Matarmarkaði Búrsins, en þær eru:
Beinaseyði
Bone & Marrow kemur með beinasoð. Beinaseyði er forn heilsudrykkur sem talin er vera góður fyrir húð, meltingu og liði. Beinaseyði er gert úr dýrabeinum af t.d. grasbítum, fuglum, svínum og fiskum. Þeim er svo blandað saman við kryddjurtir og grænmeti. Beinaseyði er soðið í langan tíma allt eftir því hvernig bein er um að ræða. Fiskibein þurfa til að mynda mjög stutta suðu en nauta- og kindabein þurfa langa suðu.
Við þessa löngu suðu leysast ýmis næringarefni úr læðingi sem annars eru ekki aðgengileg en þar ber helst að nefna kollagen. Kollagenið í beinunum er soðið yfir í gelatín en gelatínið er ríkt af amínósýrum eins og glýsín, prólín og hydroprólín. Önnur efni sem er að finna í beinaseyði eru til dæmis kalsíum, magnesíum, fosfór, chondroitin súlfat og glúkósamín. Næringarinnihaldið fer þó eftir hvaða dýrabein eru notuð og hvernig þau eru unnin.
Súrkál
Nýtt súrkál á markaðinn. Súrkál er grænmeti sem sýrt hefur verið með mjólkursýrugerjun en það er ævagömul náttúruleg leið til að geyma grænmeti. Mjólkursýrubakteríur eru náttúrulega til staðar á grænmeti og aðferðin gengur út á að skapa réttar aðstæður til að þær nái yfirhöndinni og koma af stað gerjun. Flestir kannast við súrkál en hægt er að sýra allt grænmeti með þessari aðferð og gera óendanlega margar útgáfur af ljúffengu meðlæti sem geymist fram að næstu uppskeru. Grænmetið verður auðmeltanlegra, vítamín og næringarefni varðveitast og aukast jafnvel. Að auki er mjólkursýrt grænmeti fullt af góðgerlum sem bæta og kæta þarmaflóruna.
Af hverju höldum við Matarmarkað Búrsins?
Í fréttatilkynningu er spurt “Af hverju höldum við Matarmarkað Búrsins?”
“Þegar framleiðendur tala við heildsala og stórmarkaði tala þeir um vöruverð. Þegar framleiðendur tala við neytendur tala þeir um vöruna sjálfa. Matinn, innihald hans, meðhöndlun og ástíðuna að baki framleiðslunni. Þess vegna höldum við matarmarkað Búrsins í Hörpu. Þar gefst neytendum einstakt tækifæri til að eiga samtal við smáframleiðendur og að sama skapi gefst smáframleiðendum þetta sama tækifæri, að eiga samtal við neytendur. Það er dýrmætt.”
Fjölmargar matartegundir verða til sýnis og sölu á matarmarkaðinum, reykt grálúða, beinasoð, gerjað te, hrútaberjasýróp og kranastél verða í boði á Matarmarkaðnum ásamt svo miklu miklu fleiru. Sætt, súrt og safaríkt.
Mynd: Helga Björnsdóttir
-
Frétt1 dagur síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Útskriftarnemendur Hótel- og matvælaskólans í MK tóku þátt í ýmsum keppnum og krefjandi verkefnum
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Óáfengir kokteilar frá ISH, danskur framleiðandi